Óblíður veruleiki ungs fólks Steinunn Stefánsdóttir skrifar 18. október 2007 14:21 Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hefur skipað nefnd sem hefur það hlutverk að skila tillögum að aðgerðum til úrbóta á húsnæðismarkaðnum. Óhætt er að fullyrða að þessari nefnd er vandi á höndum. Í nýbirtri skýrslu sem Rannsóknarstöð þjóðmála vann fyrir félagsmálaráðuneytið kemur meðal annars fram að ungt fólk á nú afar erfitt með að kaupa fyrstu íbúð sína. Þar kemur ýmislegt til. Í fyrsta lagi hefur verð á fasteignum á Íslandi hækkað ört undanfarin ár. Þetta gerðist í kjölfar þess að bankarnir komu inn á húsnæðislánamarkaðinn, lánshlutfall í íbúðum hækkaði, vextir á lánum lækkuðu og lánstími lengdist. Þessar breytingar hafa að nokkru leyti gengið tilbaka, þ.e. vextir á húsnæðislánum hafa hækað að nýju og lánshlutfall hækkað. Verð á húsnæði hefur þó ekki gengið tilbaka, jafnvel haldið áfram að hækka, að minnsta kosti sums staðar. Þetta gerir að verkum að ungt fólk með lítinn sjóð þarf að taka lán sem eru ekki bara há í krónum talið heldur nema þau háu hlutfalli af verði eignarinnar. Vaxtagjöld heimilanna vegna húsnæðiskaupa hafa aukist gríðarlega undanfarinn áratug. Á sama tíma hafa vaxtabætur hækkað sáralítið. Vaxtabætur sem greiddar voru til heimilanna námu um 26 prósent vaxtagjalda þeirra árið 1994 en einungis 12 prósentum árið 2005, samkvæmt áðurnefndri skýrslu. Ljóst er að aðgerða er þörf. Úrbætur í húsnæðismálum eru í raun forsenda þess að Ísland geti talist velferðarríki. Sá veruleiki sem blasir við ungu fólki sem ekki á sér bakhjarl er ekki bjartur. Því reynist erfitt að koma sér upp eigin húsnæði vegna skorts á eigin fé en um leið á það litla möguleika á að koma sér upp sjóði meðan það er á leigumarkaði vegna þess hversu há húsaleiga er. Þar að auki á þetta fólk í raun tæplega þann valkost að stefna að því að vera á leigumarkaði til langframa vegna þess hversu lítill og óstöðugur leigumarkaðurinn er hér á landi. Ljóst er að verð á fasteignum verður ekki lækkað með handafli. Því þurfa bjargir fyrir þann hóp sem stendur höllum fæti á húsnæðismarkaði að koma frá ríki og sveitarfélögum. Sú menning Íslendinga að hið endanlega takmark hljóti að vera eigið húsnæði er vissulega hindrun í veginum. Það væri hins vegar metnaðarfullt markmið að byggja upp húsnæðiskerfi við hliðina á eignamarkaðnum, húsnæðiskerfi sem byggir á búseturétti, í anda þess sem þekkt er frá samtökunum Búseta. Skýrsla sú sem unnin var af Rannsóknarstofnun um þjóðfélagsmál er gott veganesti fyrir nefnd félagsmálaráðherra. Í henni er að finna glænýjar og gagnlegar upplýsingar sem vonandi mun gagnast nefndinni vel. Nefndin skilar niðurstöðum sínum um næstu mánaðamót. Vonandi er starf hennar gjöfult og gefur ríkisstjórninni ráð til úrbóta í þessum mikilvæga málaflokki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun
Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hefur skipað nefnd sem hefur það hlutverk að skila tillögum að aðgerðum til úrbóta á húsnæðismarkaðnum. Óhætt er að fullyrða að þessari nefnd er vandi á höndum. Í nýbirtri skýrslu sem Rannsóknarstöð þjóðmála vann fyrir félagsmálaráðuneytið kemur meðal annars fram að ungt fólk á nú afar erfitt með að kaupa fyrstu íbúð sína. Þar kemur ýmislegt til. Í fyrsta lagi hefur verð á fasteignum á Íslandi hækkað ört undanfarin ár. Þetta gerðist í kjölfar þess að bankarnir komu inn á húsnæðislánamarkaðinn, lánshlutfall í íbúðum hækkaði, vextir á lánum lækkuðu og lánstími lengdist. Þessar breytingar hafa að nokkru leyti gengið tilbaka, þ.e. vextir á húsnæðislánum hafa hækað að nýju og lánshlutfall hækkað. Verð á húsnæði hefur þó ekki gengið tilbaka, jafnvel haldið áfram að hækka, að minnsta kosti sums staðar. Þetta gerir að verkum að ungt fólk með lítinn sjóð þarf að taka lán sem eru ekki bara há í krónum talið heldur nema þau háu hlutfalli af verði eignarinnar. Vaxtagjöld heimilanna vegna húsnæðiskaupa hafa aukist gríðarlega undanfarinn áratug. Á sama tíma hafa vaxtabætur hækkað sáralítið. Vaxtabætur sem greiddar voru til heimilanna námu um 26 prósent vaxtagjalda þeirra árið 1994 en einungis 12 prósentum árið 2005, samkvæmt áðurnefndri skýrslu. Ljóst er að aðgerða er þörf. Úrbætur í húsnæðismálum eru í raun forsenda þess að Ísland geti talist velferðarríki. Sá veruleiki sem blasir við ungu fólki sem ekki á sér bakhjarl er ekki bjartur. Því reynist erfitt að koma sér upp eigin húsnæði vegna skorts á eigin fé en um leið á það litla möguleika á að koma sér upp sjóði meðan það er á leigumarkaði vegna þess hversu há húsaleiga er. Þar að auki á þetta fólk í raun tæplega þann valkost að stefna að því að vera á leigumarkaði til langframa vegna þess hversu lítill og óstöðugur leigumarkaðurinn er hér á landi. Ljóst er að verð á fasteignum verður ekki lækkað með handafli. Því þurfa bjargir fyrir þann hóp sem stendur höllum fæti á húsnæðismarkaði að koma frá ríki og sveitarfélögum. Sú menning Íslendinga að hið endanlega takmark hljóti að vera eigið húsnæði er vissulega hindrun í veginum. Það væri hins vegar metnaðarfullt markmið að byggja upp húsnæðiskerfi við hliðina á eignamarkaðnum, húsnæðiskerfi sem byggir á búseturétti, í anda þess sem þekkt er frá samtökunum Búseta. Skýrsla sú sem unnin var af Rannsóknarstofnun um þjóðfélagsmál er gott veganesti fyrir nefnd félagsmálaráðherra. Í henni er að finna glænýjar og gagnlegar upplýsingar sem vonandi mun gagnast nefndinni vel. Nefndin skilar niðurstöðum sínum um næstu mánaðamót. Vonandi er starf hennar gjöfult og gefur ríkisstjórninni ráð til úrbóta í þessum mikilvæga málaflokki.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun