Áfengið og aðgengið Guðmundur Andri Thorsson skrifar 22. október 2007 00:01 Voru Evróvisjónkosningar í laugardagsþætti Sjónvarpsins um daginn skilaboð úr þjóðardjúpinu vegna frumvarps Sigurðar Kára Kristjánssonar um afnám á einkasölu á áfengi? Það er aldrei að vita. Þetta er djúp þjóð. Þrjú lög voru í boði: bráðhresst trallala eftir doktor Gunna sem hefði komið Íslendingum upp úr neðri deildinni keppninnar; eitthvað sorglegt á ensku - og loks lag með Mannakornum - Pálma og Magnúsi Eiríkssyni - um ömurlegan íslenskan drykkjuskap, hina séríslensku túramennsku sem allar fjölskyldur þekkja og hefur um aldir verið þjóðarböl. Það lag sigraði. Djúp þjóð.Aðgengi og ofneyslaEn oft hefur maður svo sem velt því fyrir sér nýkominn frá Evrópu hvers vegna ekki sé hægt að kaupa áfengi í matvörubúðum hér á landi. Það er ekki eins og utanferðir Íslendinga séu lengur samfellt ölæði, þrátt fyrir „stórbætt aðgengi" að áfengi, eins og var hér í gamla daga þegar öngvitið byrjaði með fyrsta „Polar-bírnum" í Keflavík og menn rönkuðu svo við sér á áttunda degi einhvers staðar í þvældum rúmlökum á sólarströnd.Þá sýndi sig fylgni milli aðgengis og ofneyslu: því minna aðgengi því meiri neysla. Því minni kunnátta í meðferð áfengis. Umræða um áfengi er því marki brennd hér á landi að endurspegla gamla ósiði í umgengni við þetta efni - gamla sorg. Hún er öfgafull og menn býsna ósveigjanlegir á báða bóga. Kráareigendur í miðbænum harðneita að sjá nokkurt samhengi milli ölvunar þar og þess áfengis sem þeir selja fólki og ekki koma þeir heldur auga á að samhengi sé á milli þess að fólk kútveltist um blindfullt fram eftir helgarmorgnum og opnunartímans sem er með ólíkindum langur.Og áfengisvarnarfólk harðneitar að sjá að fólk verður almennt minna ölvað af einum bjór og léttvínsglasi en hinni hömlulausu asnadrykkju sem tíðkaðist í gamla daga; og að áfengismenning Íslendinga hefur stórum batnað eftir að bjór var hér leyfður og léttvín meira haft við hönd með mat.Og nú er komið fram frumvarp um að leyfa bjór og léttvínssölu í matvörubúðum. Ekki verður sagt að talsmenn frumvarpsins hafi verið sannfærandi eða málefnalegir. Rökföstum og vönduðum málflutningi Ögmundar Jónasssonar gegn því svarar flutningsmaður frumvarpsins, Sigurður Kári Kristjánsson, með upphrópunum um afturhaldsemi Ögmundar. Hann hefði eins getað sagt: „Þú ert asni" - eða „þú ert fitukeppur".Þannig renna á mann tvær grímur við að fylgjast með Sigurði Kára afla málstað sínum fylgis. Á þingi hefur hann reyndar fram til þessa einkum getið sér orð sem eindreginn talsmaður óbeinna reykinga og ráð sín virðist hann aðallega sækja til dr. Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar sem um þessar mundir haslar sér völl sem einn skeleggasti baráttumaður okkar tíma fyrir mengun í heiminum.Þetta er ekki einfalt mál. Sagan um Íslendinga og áfengi er löng og ansi raunaleg og alkóhólisminn hefur reynst mörgum íslenskum fjölskyldum þungbær. Léttúðarhjal á borð við að líkja áfengi við majónes eins og Sigurður Kári gerði á hér síst við.Hófdrykkja er tilEn það er heldur ekki rétt að miða áfengisstefnuna í landinu fyrst og fremst við þá sem umgangast efnið óeðlilega - neyta þess í óhófi vegna alkóhólisma sem við gerum okkur öll betur grein fyrir en áður.Flest fólk hefur í sér stoppara þar sem áfengi er annars vegar, og það er í aðra röndina félagslegt hvernig sá stoppari starfar. Það er að segja: ríki almennt umburðarlyndi gagnvart ölæði á almannafæri er stopparinn síður virkur. Því hvunndagslegri vara sem vín og bjór er þeim mun líklegra er að mikil ölvun þyki félagslega ótæk.Ofsafyllerí á götum úti fram á morgun er hvorki áskapað Íslendingum né stundað af þeim unnvörpum. Þetta er ekki í genunum, ekki út af skammdeginu eða kuldanum. Þetta er félagslegt, og birtingarmynd á vandamálum sem eiga sér djúpar rætur: til dæmis í upplausn heimila, vansæld barna sem lítið hafa af foreldrum sínum að segja vegna langs vinnutíma og þannig mætti lengi telja.Í sjálfu sér skiptir ekki máli í þessu sambandi hvort hægt sé að kaupa léttvín og bjór í matvörubúðum. En ef krárnar lokuðu fyrr fælust í því skýrari skilaboð frá samfélaginu um gildi hófseminnar og þess að drífa sig heim að sofa.Hófdrykkja er til. Og það sem meira er: yfirgnæfandi meirihluti fólks neytir áfengis í hófi, og kannski tímabært að innprenta unglingum að vín er eðlilegur partur af lífinu - ekki óeðlilegur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun
Voru Evróvisjónkosningar í laugardagsþætti Sjónvarpsins um daginn skilaboð úr þjóðardjúpinu vegna frumvarps Sigurðar Kára Kristjánssonar um afnám á einkasölu á áfengi? Það er aldrei að vita. Þetta er djúp þjóð. Þrjú lög voru í boði: bráðhresst trallala eftir doktor Gunna sem hefði komið Íslendingum upp úr neðri deildinni keppninnar; eitthvað sorglegt á ensku - og loks lag með Mannakornum - Pálma og Magnúsi Eiríkssyni - um ömurlegan íslenskan drykkjuskap, hina séríslensku túramennsku sem allar fjölskyldur þekkja og hefur um aldir verið þjóðarböl. Það lag sigraði. Djúp þjóð.Aðgengi og ofneyslaEn oft hefur maður svo sem velt því fyrir sér nýkominn frá Evrópu hvers vegna ekki sé hægt að kaupa áfengi í matvörubúðum hér á landi. Það er ekki eins og utanferðir Íslendinga séu lengur samfellt ölæði, þrátt fyrir „stórbætt aðgengi" að áfengi, eins og var hér í gamla daga þegar öngvitið byrjaði með fyrsta „Polar-bírnum" í Keflavík og menn rönkuðu svo við sér á áttunda degi einhvers staðar í þvældum rúmlökum á sólarströnd.Þá sýndi sig fylgni milli aðgengis og ofneyslu: því minna aðgengi því meiri neysla. Því minni kunnátta í meðferð áfengis. Umræða um áfengi er því marki brennd hér á landi að endurspegla gamla ósiði í umgengni við þetta efni - gamla sorg. Hún er öfgafull og menn býsna ósveigjanlegir á báða bóga. Kráareigendur í miðbænum harðneita að sjá nokkurt samhengi milli ölvunar þar og þess áfengis sem þeir selja fólki og ekki koma þeir heldur auga á að samhengi sé á milli þess að fólk kútveltist um blindfullt fram eftir helgarmorgnum og opnunartímans sem er með ólíkindum langur.Og áfengisvarnarfólk harðneitar að sjá að fólk verður almennt minna ölvað af einum bjór og léttvínsglasi en hinni hömlulausu asnadrykkju sem tíðkaðist í gamla daga; og að áfengismenning Íslendinga hefur stórum batnað eftir að bjór var hér leyfður og léttvín meira haft við hönd með mat.Og nú er komið fram frumvarp um að leyfa bjór og léttvínssölu í matvörubúðum. Ekki verður sagt að talsmenn frumvarpsins hafi verið sannfærandi eða málefnalegir. Rökföstum og vönduðum málflutningi Ögmundar Jónasssonar gegn því svarar flutningsmaður frumvarpsins, Sigurður Kári Kristjánsson, með upphrópunum um afturhaldsemi Ögmundar. Hann hefði eins getað sagt: „Þú ert asni" - eða „þú ert fitukeppur".Þannig renna á mann tvær grímur við að fylgjast með Sigurði Kára afla málstað sínum fylgis. Á þingi hefur hann reyndar fram til þessa einkum getið sér orð sem eindreginn talsmaður óbeinna reykinga og ráð sín virðist hann aðallega sækja til dr. Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar sem um þessar mundir haslar sér völl sem einn skeleggasti baráttumaður okkar tíma fyrir mengun í heiminum.Þetta er ekki einfalt mál. Sagan um Íslendinga og áfengi er löng og ansi raunaleg og alkóhólisminn hefur reynst mörgum íslenskum fjölskyldum þungbær. Léttúðarhjal á borð við að líkja áfengi við majónes eins og Sigurður Kári gerði á hér síst við.Hófdrykkja er tilEn það er heldur ekki rétt að miða áfengisstefnuna í landinu fyrst og fremst við þá sem umgangast efnið óeðlilega - neyta þess í óhófi vegna alkóhólisma sem við gerum okkur öll betur grein fyrir en áður.Flest fólk hefur í sér stoppara þar sem áfengi er annars vegar, og það er í aðra röndina félagslegt hvernig sá stoppari starfar. Það er að segja: ríki almennt umburðarlyndi gagnvart ölæði á almannafæri er stopparinn síður virkur. Því hvunndagslegri vara sem vín og bjór er þeim mun líklegra er að mikil ölvun þyki félagslega ótæk.Ofsafyllerí á götum úti fram á morgun er hvorki áskapað Íslendingum né stundað af þeim unnvörpum. Þetta er ekki í genunum, ekki út af skammdeginu eða kuldanum. Þetta er félagslegt, og birtingarmynd á vandamálum sem eiga sér djúpar rætur: til dæmis í upplausn heimila, vansæld barna sem lítið hafa af foreldrum sínum að segja vegna langs vinnutíma og þannig mætti lengi telja.Í sjálfu sér skiptir ekki máli í þessu sambandi hvort hægt sé að kaupa léttvín og bjór í matvörubúðum. En ef krárnar lokuðu fyrr fælust í því skýrari skilaboð frá samfélaginu um gildi hófseminnar og þess að drífa sig heim að sofa.Hófdrykkja er til. Og það sem meira er: yfirgnæfandi meirihluti fólks neytir áfengis í hófi, og kannski tímabært að innprenta unglingum að vín er eðlilegur partur af lífinu - ekki óeðlilegur.
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun