Þögnin rofin Þorsteinn Pálsson skrifar 26. október 2007 00:01 Þögn borgarstjórnarmeirihlutans um Orkuveitumálið er um sumt skiljanleg og rökrétt. Í máli sem þessu eru fjölmörg tæknileg álitaefni. Ekkert er athugavert við að slík atriði séu skoðuð nákvæmlega áður en opinber afstaða er tekin til þeirra í heild. Stærstu atriði þessa máls snúast hins vegar um pólitíska afstöðu til grundvallaratriða sem breyting á meirihluta á ekki að trufla. Þar þarf ekki rannsóknar við svo að umræða geti farið fram og ákvarðanir legið fyrir. Tvö atriði hafa þar meira mikilvægi en önnur. Annað efnið lýtur að sölu á náttúruauðlind í eigu Reykvíkinga til einkaaðila. Hún er hluti sameiningarmáls Rei og Geysis. Hitt snýst um þá kröfu fulltrúa í fyrri stjórn Orkuveitunnar að tímafrestir til boðunar eigendafunda taki ekki einvörðungu til þeirra sem fara með atkvæði á fundum heldur einnig stjórnarmanna sem hafa þar lögbundinn seturétt og málfrelsi. Sú krafa styðst bæði við gild lýðræðisleg og lögfræðileg rök. Fyrir stofnun nýja meirihlutans höfðu borgarfulltrúar Vinstri græns og Framsóknarflokks lýst öndverðum sjónarmiðum um þessi tvö lykilatriði sameiningarmálsins. Fulltrúar Samfylkingarinnar hafa ekki lýst afstöðu. Þar af leiðir að þeir verða ekki ósamkvæmir sjálfum sér um niðurstöðuna hver sem hún verður. Um Vinstri grænt og Framsóknarflokk gildir hins vegar að aðeins annar flokkurinn getur tekið þátt í að ljúka málinu með málefnalegum trúverðugleika. Núverandi formaður sameinaðs borgarstjórnarflokks meirihlutans hefur höfðað mál gegn Orkuveitunni til ógildingar á ákvörðunum sem teknar voru á sameiginlegum fundi stjórnar og eigenda Orkuveitunnar. Slíkir sameiginlegir fundir eru hvorki til samkvæmt lögum um Orkuveituna né sameignarsamningi. Formaðurinn höfðar ekki þetta mál vegna einkahagsmuna eða af einskærum tómstundaáhuga á lögfræðilegum álitaefnum. Forsenda málshöfðunarinnar er pólitískt mat hans á hagsmunum Reykvíkinga í krafti þáverandi stöðu sinnar í stjórn Orkuveitunnar. Lögmaður formannsins flytur þessa hagsmunagæslu hans fyrir réttinum og styður hana lagalegum rökum. Að sama skapi mun lögmaður stjórnar Orkuveitunnar tala í umboði hennar. Í röksemdum hans mun koma fram hvernig nýi meirihlutinn í heild telur hagsmunum borgarbúa best borgið í máli þessu. Því hefur verið haldið leyndu. En spurningar umboðsmanns Alþingis um upprunalega meðferð málsins kveikja það álitaefni hvort ekki hefði verið rétt að taka formlega og lýðræðislega ákvörðun um í hverju sú hagsmunagæsla á að vera fólgin. Síðan væri lögmanni falið að leiða lagarök að þeirri afstöðu fyrir dóminum. Kjarni málsins er þessi: Tali lögmaður stjórnar Orkuveitunnar á sama veg og lögmaður formanns sameinaðs borgarstjórnarmeirihluta er ljóst að Vinstri grænt hefur unnið glímuna við Framsóknarflokkinn. Tali stjórn Orkuveitunnar hins vegar gegn formanni borgarstjórnarmeirihlutans fyrir dóminum hefur Vinstri grænt lotið í gras í málinu í pólitískum skilningi. Verði sú raunin hefur Vinstri grænt í tveimur sveitarstjórnum á þessu ári axlað ábyrgð á sölu á lítið eitt stærri hlut af opinberum orkulindum en Sjálfstæðisflokkurinn eftir að hann hefur verið leystur frá ábyrgð á lyktum þessa máls. Í því falli yrðu öll orð um auðlindasölu fremur ódýr. Þetta skýrist þegar Þögnin um pólitíska hluta málsins verður rofin í dómsal á mánudag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun
Þögn borgarstjórnarmeirihlutans um Orkuveitumálið er um sumt skiljanleg og rökrétt. Í máli sem þessu eru fjölmörg tæknileg álitaefni. Ekkert er athugavert við að slík atriði séu skoðuð nákvæmlega áður en opinber afstaða er tekin til þeirra í heild. Stærstu atriði þessa máls snúast hins vegar um pólitíska afstöðu til grundvallaratriða sem breyting á meirihluta á ekki að trufla. Þar þarf ekki rannsóknar við svo að umræða geti farið fram og ákvarðanir legið fyrir. Tvö atriði hafa þar meira mikilvægi en önnur. Annað efnið lýtur að sölu á náttúruauðlind í eigu Reykvíkinga til einkaaðila. Hún er hluti sameiningarmáls Rei og Geysis. Hitt snýst um þá kröfu fulltrúa í fyrri stjórn Orkuveitunnar að tímafrestir til boðunar eigendafunda taki ekki einvörðungu til þeirra sem fara með atkvæði á fundum heldur einnig stjórnarmanna sem hafa þar lögbundinn seturétt og málfrelsi. Sú krafa styðst bæði við gild lýðræðisleg og lögfræðileg rök. Fyrir stofnun nýja meirihlutans höfðu borgarfulltrúar Vinstri græns og Framsóknarflokks lýst öndverðum sjónarmiðum um þessi tvö lykilatriði sameiningarmálsins. Fulltrúar Samfylkingarinnar hafa ekki lýst afstöðu. Þar af leiðir að þeir verða ekki ósamkvæmir sjálfum sér um niðurstöðuna hver sem hún verður. Um Vinstri grænt og Framsóknarflokk gildir hins vegar að aðeins annar flokkurinn getur tekið þátt í að ljúka málinu með málefnalegum trúverðugleika. Núverandi formaður sameinaðs borgarstjórnarflokks meirihlutans hefur höfðað mál gegn Orkuveitunni til ógildingar á ákvörðunum sem teknar voru á sameiginlegum fundi stjórnar og eigenda Orkuveitunnar. Slíkir sameiginlegir fundir eru hvorki til samkvæmt lögum um Orkuveituna né sameignarsamningi. Formaðurinn höfðar ekki þetta mál vegna einkahagsmuna eða af einskærum tómstundaáhuga á lögfræðilegum álitaefnum. Forsenda málshöfðunarinnar er pólitískt mat hans á hagsmunum Reykvíkinga í krafti þáverandi stöðu sinnar í stjórn Orkuveitunnar. Lögmaður formannsins flytur þessa hagsmunagæslu hans fyrir réttinum og styður hana lagalegum rökum. Að sama skapi mun lögmaður stjórnar Orkuveitunnar tala í umboði hennar. Í röksemdum hans mun koma fram hvernig nýi meirihlutinn í heild telur hagsmunum borgarbúa best borgið í máli þessu. Því hefur verið haldið leyndu. En spurningar umboðsmanns Alþingis um upprunalega meðferð málsins kveikja það álitaefni hvort ekki hefði verið rétt að taka formlega og lýðræðislega ákvörðun um í hverju sú hagsmunagæsla á að vera fólgin. Síðan væri lögmanni falið að leiða lagarök að þeirri afstöðu fyrir dóminum. Kjarni málsins er þessi: Tali lögmaður stjórnar Orkuveitunnar á sama veg og lögmaður formanns sameinaðs borgarstjórnarmeirihluta er ljóst að Vinstri grænt hefur unnið glímuna við Framsóknarflokkinn. Tali stjórn Orkuveitunnar hins vegar gegn formanni borgarstjórnarmeirihlutans fyrir dóminum hefur Vinstri grænt lotið í gras í málinu í pólitískum skilningi. Verði sú raunin hefur Vinstri grænt í tveimur sveitarstjórnum á þessu ári axlað ábyrgð á sölu á lítið eitt stærri hlut af opinberum orkulindum en Sjálfstæðisflokkurinn eftir að hann hefur verið leystur frá ábyrgð á lyktum þessa máls. Í því falli yrðu öll orð um auðlindasölu fremur ódýr. Þetta skýrist þegar Þögnin um pólitíska hluta málsins verður rofin í dómsal á mánudag.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun