Sannleikurinn mun gjöra yður frávita Davíð Þór Jónsson skrifar 28. október 2007 00:01 Nokkur styr hefur staðið um nýja biblíuþýðingu, eins og við var að búast, enda hefði annað verið algjört nýmæli í sögu þeirra. Núna muna að vísu fæstir eftir látunum í kringum fyrri þýðingar og sömuleiðis verður uppnámið núna flestum gleymt þegar sú næsta leysir þessa af hólmi. Einn þeirra sem þannig mun gleymast er Svarthöfði í DV sem sl. fimmtudag fullyrðir að verið sé „að ganga erinda ákveðinna hópa með því að breyta texta ritningarinnar og meiningu hans ... til að þóknast minnihlutahópum". Þetta er auðvitað ekkert annað en illkvittinn rógur. Hér er vegið af algerri vanþekkingu úr skjóli nafnleyndar að heiðri fremstu biblíufræðinga þjóðarinnar. Eða hafa vísindamenn á öðrum fræðasviðum þurft að sæta því í fjölmiðlum að vera borið á brýn að stjórnast af annarlegum hvötum, að bera ekki á borð það sem sannast er og réttast samkvæmt fræðunum, heldur að falsa niðurstöður sínar? Hvernig ætli viðbrögðin við slíku yrðu? Við höfum aldrei getað gert okkur gleggri grein fyrir upphaflegri merkingu biblíutexta en nú. Vit okkar á menningarheimi og félagslegu umhverfi frumlesendanna (og þarafleiðandi skilningi þeirra á textanum) hefur aldrei verið meira. Til að komast eins nálægt merkingu frumtextans og framast er unnt er ýmislegt auðvitað þýtt öðruvísi núna en áður, þegar unnið var af minni þekkingu. Síðasta heildarþýðing Biblíunnar er frá því fyrir daga fyrri heimsstyrjaldarinnar. Að halda því fram að hún sé „sannari" er auðvitað augljós bábilja sem stenst enga akademíska skoðun. Þetta er sárt fyrir þá sem lagt hafa alla sína orku í bókstafstrú á þrálátar túlkunarvillur úr úreltum menningarheimi eldri biblíuþýðinga sem nú hafa verið leiðréttar. Í huga þeirra er æðsta boðorðið nefnilega alls ekki æðsta boðorðið, sem er heppilegt, því það felur m.a. í sér þá erfiðu skyldu að elska náungann. Slitrur úr Þriðju Mósebók, Rómverjabréfinu og Fyrra Korintubréfi, rifnar úr öllu samhengi, hafa meira vægi, því þar koma fyrir orð eins og „kynvillingar", „girnd" og „viðurstyggð", sem auðveldara er að æpa um leið og bent er á náungann. Sannleikurinn gerir mann nefnilega ekkert mjög frjálsan ef maður hefur reist höll sína á lygum. Þá gerir hann mann bara siðferðilega gjaldþrota. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun
Nokkur styr hefur staðið um nýja biblíuþýðingu, eins og við var að búast, enda hefði annað verið algjört nýmæli í sögu þeirra. Núna muna að vísu fæstir eftir látunum í kringum fyrri þýðingar og sömuleiðis verður uppnámið núna flestum gleymt þegar sú næsta leysir þessa af hólmi. Einn þeirra sem þannig mun gleymast er Svarthöfði í DV sem sl. fimmtudag fullyrðir að verið sé „að ganga erinda ákveðinna hópa með því að breyta texta ritningarinnar og meiningu hans ... til að þóknast minnihlutahópum". Þetta er auðvitað ekkert annað en illkvittinn rógur. Hér er vegið af algerri vanþekkingu úr skjóli nafnleyndar að heiðri fremstu biblíufræðinga þjóðarinnar. Eða hafa vísindamenn á öðrum fræðasviðum þurft að sæta því í fjölmiðlum að vera borið á brýn að stjórnast af annarlegum hvötum, að bera ekki á borð það sem sannast er og réttast samkvæmt fræðunum, heldur að falsa niðurstöður sínar? Hvernig ætli viðbrögðin við slíku yrðu? Við höfum aldrei getað gert okkur gleggri grein fyrir upphaflegri merkingu biblíutexta en nú. Vit okkar á menningarheimi og félagslegu umhverfi frumlesendanna (og þarafleiðandi skilningi þeirra á textanum) hefur aldrei verið meira. Til að komast eins nálægt merkingu frumtextans og framast er unnt er ýmislegt auðvitað þýtt öðruvísi núna en áður, þegar unnið var af minni þekkingu. Síðasta heildarþýðing Biblíunnar er frá því fyrir daga fyrri heimsstyrjaldarinnar. Að halda því fram að hún sé „sannari" er auðvitað augljós bábilja sem stenst enga akademíska skoðun. Þetta er sárt fyrir þá sem lagt hafa alla sína orku í bókstafstrú á þrálátar túlkunarvillur úr úreltum menningarheimi eldri biblíuþýðinga sem nú hafa verið leiðréttar. Í huga þeirra er æðsta boðorðið nefnilega alls ekki æðsta boðorðið, sem er heppilegt, því það felur m.a. í sér þá erfiðu skyldu að elska náungann. Slitrur úr Þriðju Mósebók, Rómverjabréfinu og Fyrra Korintubréfi, rifnar úr öllu samhengi, hafa meira vægi, því þar koma fyrir orð eins og „kynvillingar", „girnd" og „viðurstyggð", sem auðveldara er að æpa um leið og bent er á náungann. Sannleikurinn gerir mann nefnilega ekkert mjög frjálsan ef maður hefur reist höll sína á lygum. Þá gerir hann mann bara siðferðilega gjaldþrota.