Íslenskan 17. nóvember 2007 00:01 Ég hef aldrei haft neinar sérstakar áhyggjur af stöðu íslenskunnar. Það segir sína sögu að þrátt fyrir að þessi þjóð hafi verið umlukin enskum menningaráhrifum í tugi ára skuli það enn vera svo til eina hneykslunarefni hinna eldri gagnvart unglingum, hvað varðar málnotkun, að unglingarnir skuli voga sér að segja að eitthvað sé „ógeðslega“ gott. AÐRAR þrætur virðast einhvern veginn aldrei ná neinu flugi í þeim viðureignum milli kynslóðanna sem ég hef orðið vitni að í mínu nærsamfélagi í gegnum tíðina. Sjálfur nota ég reyndar orðið „ógeðslega“ í áðurnefndri merkingu og hef gert frá unglingsaldri, en hef þó ekki enn séð færi á að blanda mér í umræðuna með eftirfarandi athugasemd: ÞAÐ hvernig orðið „ógeðslega“ er notað í samhengi við jákvæð orð eins og „gott“, „gaman“ og þess háttar, sýnir þá dásamlegu staðreynd svo ekki verður um villst að íslenskan er lifandi tungumál. Ef ungmenni leita enn í brunn íslenskunnar í leit að orðum sem tjá tilfinningar þeirra þá er íslenskan lifandi stærð í augum þeirra en ekki dautt tungumál gamalla karla með hökutopp. PÖNKARARNIR voru eitthvað besta dæmið um ungmenni sem litu á íslenskuna sem leikvöll sinn og verkfærakistu. Orðið „pæla“ er af gömlum stofni. Sagnirnar „fríka“ og „fíla“ hafa öðlast þegnrétt, þó ekki varanlegan ríkisborgararétt, í íslenskunni og munu á endanum verða á meðal okkur ástsælustu orða eins og „sjoppa“ og „pylsa“ sem bæði eru af erlendu bergi brotin, líkt og mýgrútur af íslenskum orðum – „gardína“, „biskup“ og „jakki“. Á íslensku er endalaust hægt að leika sér og setja saman orð eins og „ljósmóðir“ og „kærleikur“ sem spila á hörpustrengi sálarinnar svo hörkutól brynna músum. Það sem gerir það einnig að verkum að íslenskan heldur velli er sú einfalda staðreynd að hún er með innbyggt varnarvirki sjálf. Beygingarkerfið er slíkt að erlend orð eru flest dæmd til að líta kjánalega út. Til dæmis fannst mér afleitt þegar ungur sigursæll, frábær leikstjóri notaði orðið „greenlighta“, sem þýðir einfaldlega að samþykkja, við afhendingu Edduverðlaunanna á dögunum. Hið innbyggða varnarkerfi íslenskunnar mun henda þessari sögn öfugri út og fussa. ÞAÐ er gott að heiðra minningu Jónasar Hallgrímssonar. En við megum aldrei gleyma því samt að íslenskan mun ekki halda velli út af hátíðardögum og átaksverkefnum, heldur því hversu ógeðslega frábær hún er sjálf sem tunga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Ég hef aldrei haft neinar sérstakar áhyggjur af stöðu íslenskunnar. Það segir sína sögu að þrátt fyrir að þessi þjóð hafi verið umlukin enskum menningaráhrifum í tugi ára skuli það enn vera svo til eina hneykslunarefni hinna eldri gagnvart unglingum, hvað varðar málnotkun, að unglingarnir skuli voga sér að segja að eitthvað sé „ógeðslega“ gott. AÐRAR þrætur virðast einhvern veginn aldrei ná neinu flugi í þeim viðureignum milli kynslóðanna sem ég hef orðið vitni að í mínu nærsamfélagi í gegnum tíðina. Sjálfur nota ég reyndar orðið „ógeðslega“ í áðurnefndri merkingu og hef gert frá unglingsaldri, en hef þó ekki enn séð færi á að blanda mér í umræðuna með eftirfarandi athugasemd: ÞAÐ hvernig orðið „ógeðslega“ er notað í samhengi við jákvæð orð eins og „gott“, „gaman“ og þess háttar, sýnir þá dásamlegu staðreynd svo ekki verður um villst að íslenskan er lifandi tungumál. Ef ungmenni leita enn í brunn íslenskunnar í leit að orðum sem tjá tilfinningar þeirra þá er íslenskan lifandi stærð í augum þeirra en ekki dautt tungumál gamalla karla með hökutopp. PÖNKARARNIR voru eitthvað besta dæmið um ungmenni sem litu á íslenskuna sem leikvöll sinn og verkfærakistu. Orðið „pæla“ er af gömlum stofni. Sagnirnar „fríka“ og „fíla“ hafa öðlast þegnrétt, þó ekki varanlegan ríkisborgararétt, í íslenskunni og munu á endanum verða á meðal okkur ástsælustu orða eins og „sjoppa“ og „pylsa“ sem bæði eru af erlendu bergi brotin, líkt og mýgrútur af íslenskum orðum – „gardína“, „biskup“ og „jakki“. Á íslensku er endalaust hægt að leika sér og setja saman orð eins og „ljósmóðir“ og „kærleikur“ sem spila á hörpustrengi sálarinnar svo hörkutól brynna músum. Það sem gerir það einnig að verkum að íslenskan heldur velli er sú einfalda staðreynd að hún er með innbyggt varnarvirki sjálf. Beygingarkerfið er slíkt að erlend orð eru flest dæmd til að líta kjánalega út. Til dæmis fannst mér afleitt þegar ungur sigursæll, frábær leikstjóri notaði orðið „greenlighta“, sem þýðir einfaldlega að samþykkja, við afhendingu Edduverðlaunanna á dögunum. Hið innbyggða varnarkerfi íslenskunnar mun henda þessari sögn öfugri út og fussa. ÞAÐ er gott að heiðra minningu Jónasar Hallgrímssonar. En við megum aldrei gleyma því samt að íslenskan mun ekki halda velli út af hátíðardögum og átaksverkefnum, heldur því hversu ógeðslega frábær hún er sjálf sem tunga.