Herraþjóðin 23. nóvember 2007 00:01 Stundum þarf að benda fólki á augljósar staðreyndir. Það var líklega það sem vakti fyrir Steinunni Valdísi Óskarsdóttur alþingiskonu þegar hún lagði fram þingsályktunartillögu í vikunni um að tekið yrði upp nýtt heiti á embætti ráðherra. Heiti sem bæði kynin geta borið. Þótt konur hafi gegnt embætti ráðherra um áratuga skeið liggur í augum uppi (í það minnsta þegar búið er að benda manni á það) að konur geta ekki verið ráðherrar. Konur geta verið forstjórar og að sjálfsögðu geta þær verið formenn og yfirmenn því konur eru jú menn. Konur geta hins vegar ekki verið herrar. Það er bara ósköp einfalt. Þess vegna voru allar fígúrurnar í bókunum um Herramennina karlkyns og þess vegna voru engar stúlkur í hópi appelsínugulu einstaklinganna sem kepptu um titilinn Herra Ísland á miðvikudagskvöld. Í fyrstu þótti mér þetta hálfgerður tittlingaskítur hjá Steinunni enda hljóta brýnni mál að bíða afgreiðslu í þinginu. Svo fór ég að hugsa og sá hverslags gargandi snilld þetta er. Hugmyndin hefði bara þurft að koma fram viku fyrr. Þá hefði þjóðin getað sameinast í samkeppni um nýtt starfsheiti á degi íslenskrar tungu. Það hefði nú aldeilis verið í anda Jónasar sveitunga míns. Ég efast stórlega um að tillagan nái fram að ganga. Íslendingar eru nefnilega óttalegir leiðindapúkar. Við erum eins og fúli gaurinn í partíinu sem nennir ekki að fara í samkvæmisleikina með öllum hinum af því að hann er of töff til að vera með. Sömu leiðindaskjóðurnar og býsnuðust yfir látunum á degi íslenskrar tungu með þeim rökum að tungumál eigi að fá að þróast og málvernd sé hallærisleg vilja nú standa vörð um starfsheitið ráðherra og hafa gleymt öllum sínum þróunarkenningum. Það er kannski ekkert þjóðþrifamál að gera ráðherratitilinn kynlausan en það væri samt stórskemmtilegt. Möguleikarnir eru óþrjótandi. Það mætti jafnvel búa til sjónvarpsþætti í kringum þetta þjóðarátak þar sem fólk skiptist í lið með nýyrðin og keppist við að senda SMS til að kjósa sína tillögu áfram. Seinna mætti taka fleiri embætti fyrir og gera það að árvissum viðburði að búa til nýyrði í stað úreltra starfsheita. Svo lengi sem menn láta ljósmóðurheitið í friði. Sumar perlur íslenskrar tungu eru hafnar yfir alla kynjapólitík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Stundum þarf að benda fólki á augljósar staðreyndir. Það var líklega það sem vakti fyrir Steinunni Valdísi Óskarsdóttur alþingiskonu þegar hún lagði fram þingsályktunartillögu í vikunni um að tekið yrði upp nýtt heiti á embætti ráðherra. Heiti sem bæði kynin geta borið. Þótt konur hafi gegnt embætti ráðherra um áratuga skeið liggur í augum uppi (í það minnsta þegar búið er að benda manni á það) að konur geta ekki verið ráðherrar. Konur geta verið forstjórar og að sjálfsögðu geta þær verið formenn og yfirmenn því konur eru jú menn. Konur geta hins vegar ekki verið herrar. Það er bara ósköp einfalt. Þess vegna voru allar fígúrurnar í bókunum um Herramennina karlkyns og þess vegna voru engar stúlkur í hópi appelsínugulu einstaklinganna sem kepptu um titilinn Herra Ísland á miðvikudagskvöld. Í fyrstu þótti mér þetta hálfgerður tittlingaskítur hjá Steinunni enda hljóta brýnni mál að bíða afgreiðslu í þinginu. Svo fór ég að hugsa og sá hverslags gargandi snilld þetta er. Hugmyndin hefði bara þurft að koma fram viku fyrr. Þá hefði þjóðin getað sameinast í samkeppni um nýtt starfsheiti á degi íslenskrar tungu. Það hefði nú aldeilis verið í anda Jónasar sveitunga míns. Ég efast stórlega um að tillagan nái fram að ganga. Íslendingar eru nefnilega óttalegir leiðindapúkar. Við erum eins og fúli gaurinn í partíinu sem nennir ekki að fara í samkvæmisleikina með öllum hinum af því að hann er of töff til að vera með. Sömu leiðindaskjóðurnar og býsnuðust yfir látunum á degi íslenskrar tungu með þeim rökum að tungumál eigi að fá að þróast og málvernd sé hallærisleg vilja nú standa vörð um starfsheitið ráðherra og hafa gleymt öllum sínum þróunarkenningum. Það er kannski ekkert þjóðþrifamál að gera ráðherratitilinn kynlausan en það væri samt stórskemmtilegt. Möguleikarnir eru óþrjótandi. Það mætti jafnvel búa til sjónvarpsþætti í kringum þetta þjóðarátak þar sem fólk skiptist í lið með nýyrðin og keppist við að senda SMS til að kjósa sína tillögu áfram. Seinna mætti taka fleiri embætti fyrir og gera það að árvissum viðburði að búa til nýyrði í stað úreltra starfsheita. Svo lengi sem menn láta ljósmóðurheitið í friði. Sumar perlur íslenskrar tungu eru hafnar yfir alla kynjapólitík.