Vilja bara kjánar gleðja börnin sín? Gerður Kristný skrifar 24. nóvember 2007 00:01 Fyrir stuttu sagði fréttastofa Ríkissjónvarpsins frá því að ný dótabúð hefði verið opnuð í Garðabænum. Það er viðeigandi staðsetning, enda hefur krúttlegi klukkuturninn við aðalverslunarkjarnann þar alltaf minnt mig á eitthvað úr Legolandi - varla að ég hafi þorað að taka mark á þessari klukku. Fréttamaður sagði að fólk hefði stillt sér upp í röð tveimur tímum fyrir opnun verslunarinnar og síðan var rætt við þrjár konur, einn karl og líka nokkra krakka sem þar stóðu. Þetta var ósköp venjulegt fólk, sýndist mér. Að minnsta kosti gat ég ekki greint að það ætti nokkurn tímann eftir að girða af hluta miðbæjarins til að geta slegið upp brúðkaupsveislu. Einhver krakkinn sagðist ætla að kaupa sér sundgleraugu en af orðum þeirra fullorðnu að dæma langaði það til að kaupa leikföng handa börnunum sínum. Það hafði ekkert annað til sakar unnið en samt ákvað fréttastofan að draga dár að því. Þegar sýnt var frá því þegar fólkinu var loks hleypt inn í búðina var það sýnt hratt svo það liti nú örugglega út eins og þegar Benny Hill eltist við stelpurnar. Trúðslegt sirkuslag var leikið undir spriklinu. Á milli þess sem klárir karlar birtast í fjölmiðlum og ráðleggja þjóðinni að leggja til hliðar þykir það algjörlega út í hött að einhver skuli reyna að nýta sér þau aumu tilboð sem þó bjóðast. Við höfum vitað heillengi að leikföng eru rándýr á Íslandi. Nokkru eftir að stóru dótabúðirnar með útlendu nöfnin, sem ekkert íslenskt barn getur borið fram, höfðu verið opnaðar birtu Hagkaup auglýsingu með leikföngunum Littlest Pet Shop. Búðin skoraði á lesendur að gera verðsamanburð og bjóst greinilega við að koma vel út úr henni. Ein þeirra sem fór að áeggjan Hagkaupa var Ragnhildur Sverrisdóttir blaðamaður. Hún hafði reyndar ekki fyrir því að leita til ónefnanlegu búðanna heldur kannaði verðið í Bandaríkjunum og birti niðurstöðurnar á blogginu sínu. Minnsti pakkinn með agnarsmáu plastdýri og einum fylgihlut kostar 629 kr. í Hagkaupum en vestanhafs kosta tvö dýr með aukahlut 270 kr. Líklega á miskunnarlaust verðstríð eftir að geisa næstu vikurnar þar sem heilu Barbífylkingunum verður fórnað en svo fellur allt í ljúfa löð og samkomulag næst um hver fær að selja hvað á hvaða verði. Við getum strax farið að hlakka til þess að þurfa að teygja okkur upp í hæstu hillurnar eftir ódýrustu kubbunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun
Fyrir stuttu sagði fréttastofa Ríkissjónvarpsins frá því að ný dótabúð hefði verið opnuð í Garðabænum. Það er viðeigandi staðsetning, enda hefur krúttlegi klukkuturninn við aðalverslunarkjarnann þar alltaf minnt mig á eitthvað úr Legolandi - varla að ég hafi þorað að taka mark á þessari klukku. Fréttamaður sagði að fólk hefði stillt sér upp í röð tveimur tímum fyrir opnun verslunarinnar og síðan var rætt við þrjár konur, einn karl og líka nokkra krakka sem þar stóðu. Þetta var ósköp venjulegt fólk, sýndist mér. Að minnsta kosti gat ég ekki greint að það ætti nokkurn tímann eftir að girða af hluta miðbæjarins til að geta slegið upp brúðkaupsveislu. Einhver krakkinn sagðist ætla að kaupa sér sundgleraugu en af orðum þeirra fullorðnu að dæma langaði það til að kaupa leikföng handa börnunum sínum. Það hafði ekkert annað til sakar unnið en samt ákvað fréttastofan að draga dár að því. Þegar sýnt var frá því þegar fólkinu var loks hleypt inn í búðina var það sýnt hratt svo það liti nú örugglega út eins og þegar Benny Hill eltist við stelpurnar. Trúðslegt sirkuslag var leikið undir spriklinu. Á milli þess sem klárir karlar birtast í fjölmiðlum og ráðleggja þjóðinni að leggja til hliðar þykir það algjörlega út í hött að einhver skuli reyna að nýta sér þau aumu tilboð sem þó bjóðast. Við höfum vitað heillengi að leikföng eru rándýr á Íslandi. Nokkru eftir að stóru dótabúðirnar með útlendu nöfnin, sem ekkert íslenskt barn getur borið fram, höfðu verið opnaðar birtu Hagkaup auglýsingu með leikföngunum Littlest Pet Shop. Búðin skoraði á lesendur að gera verðsamanburð og bjóst greinilega við að koma vel út úr henni. Ein þeirra sem fór að áeggjan Hagkaupa var Ragnhildur Sverrisdóttir blaðamaður. Hún hafði reyndar ekki fyrir því að leita til ónefnanlegu búðanna heldur kannaði verðið í Bandaríkjunum og birti niðurstöðurnar á blogginu sínu. Minnsti pakkinn með agnarsmáu plastdýri og einum fylgihlut kostar 629 kr. í Hagkaupum en vestanhafs kosta tvö dýr með aukahlut 270 kr. Líklega á miskunnarlaust verðstríð eftir að geisa næstu vikurnar þar sem heilu Barbífylkingunum verður fórnað en svo fellur allt í ljúfa löð og samkomulag næst um hver fær að selja hvað á hvaða verði. Við getum strax farið að hlakka til þess að þurfa að teygja okkur upp í hæstu hillurnar eftir ódýrustu kubbunum.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun