Morðingi til leigu 29. nóvember 2007 00:01 Tölvuleikurinn betri Hafi menn haldið að kvikmyndin Hitman myndi endurskapa andrúmsloft launmorðingja ættu þeir að halda sig við töluvert betri tölvuleik. Leigumorðingjar þykja ákaflega heppilegur efniviður í kvikmyndir en ímynd þeirra hefur verið fegruð á hvíta tjaldinu og sveipuð dulúðlegum blæ. Um helgina verður frumsýnd kvikmyndin Hitman, sem er byggð á frægum tölvuleik um sköllóttan leigumorðingja. Ímynd leigumorðingja og leigumorða í kvikmyndum er eilítið brengluð. Á hvíta tjaldinu eru þetta yfirleitt útsmognir náungar með þykkar bankabækur í Sviss, leyniskytturiffil og góð pólitísk sambönd. Samkvæmt rannsóknum eru leigumorðingjar hins vegar oftast ráðnir af afbrýðisömum eiginmönnum og eiginkonum sem vilja losa sig við makann. Samkvæmt vefsíðunni Wikipediu eru tæp tvö prósent allra morða í Ástralíu framkvæmd af leigumorðingjum. Svipaða tölfræði er að finna annars staðar. Hollywood hefur reyndar ekki látið slíkar aftökur framhjá sér fara og er mörgum eflaust í fersku minni sú refskák sem Sean Penn þurfti að leysa í U-Turn þegar Jennifer Lopez og Nick Nolte vildu losa sig við hvort annað. Slíkt myndi eflaust kallast „dæmigert“ leigumorð í raunveruleikanum. Sjakala-einkenniðSjakalinn Edward Fox í hlutverki Sjakalans þar sem verkefni hans var að ráða sjálfan Frakklandsforseta af dögum.Í kvikmyndunum eru það hins vegar oftar en ekki háttsettir embættismenn og dópbarónar sem eru fórnarlömb leigumorðingja. Sjakalinn Edward Fox var þannig ráðinn til að ráða Charles De Gaulle af dögum í kvikmyndinni The Day of the Jackal frá árinu 1973. Myndin var byggð á samnefndri sögu Frederick Forsyth og eftir útgáfu hennar ákváðu franskir fjölmiðlar að gefa hryðjuverkamanninum Ilich Ramírez Sánchez nafnið „Sjakalinn Carlos“. Saga Ilich varð síðan efniviður í kvikmyndina The Assignment þar sem Aidan Quinn reyndi að hafa hendur í hári glæpamannsins og er talið að hún byggi lauslega á tilraunum CIA til að klófesta sakamanninn. En Sjakala-nafnið festist við leigumorðingjastéttina og Bruce Willis varð næstur til að hljóta þetta nafn í myndinni The Jackal sem kom út 1997 og þótti skelfileg. Þá var Richard Gere á höttunum eftir höfði hans og Sjakalinn í þeirri mynd var umlukinn helstu klisjunum sem sagðar eru einkenna þennan starfstitil; meistari dulargervisins og snjallari en nokkur laganna vörður. Húmor fyrir morðingjumEn Hollywood hefur líka haft húmor fyrir leigumorðingjum og Willis var eftirminnilegur sem Jimmy the Tulip í The Whole Nine Yards. Þar var hann hinn dæmigerði mafíumorðingi; kaldrifjaður og tilfinningalaus en um leið ákaflega svalur og heillandi. Pierce Brosnan var umkomulaus sem leigumorðinginn The Matador í samnefndri mynd sem leitaði ráða hjá fjölskyldumanninum Danny Wright. Þar var leigumorðinginn auðvitað ákaflega klár og snillingur í að láta sig hverfa en með veikar taugar eftir áratuga hark í morðbransanum. Ólíklegasti leigumorðinginn er þó eflaust hinn þéttvaxni Forest Whitaker í Ghost Dog eftir Jim Jarmusch þó að sú kvikmynd sómi sér vel meðal bestu leigumorðingjamynda kvikmyndasögunnar. Og þótt það yrði erfitt að klína starfsheitinu leigumorðingi á þá Jason Bourne og James Bond mætti eflaust með einhverjum rökum setja þá á stall með þeim. ÓvenjulegurHitman sker sig nokkuð úr hópi annarra leigumorðingjamynda. Hún er fyrir það fyrsta byggð á frægum tölvuleik um leigumorðingja sem er bæði hundeltur af Interpol og rússneska hernum en það er ekki síst uppruni Agent 47 sem gerir hann frábrugðinn öðrum. Sköllótti leigumorðinginn fannst barnungur á kirkjutröppum og var fenginn í hendur leynilegri kirkjureglu. Agent 47 er því gerður út af andlegum máttarvöldum til að losa jarðarbúa við dópsala og hórmangara. Tölvuleikurinn sjálfur var prýðileg skemmtun; bauð upp á töluverðan hasar og læti og leyfði notandanum að lifa sig rækilega inn í líf leigumorðingjans gegnum PC og Playstation. En kvikmyndinni Hitman hefur hins vegar verið tekið með miklum fyrirvara og hlotið, eins og margar aðrar útfærslur Hollywood á tölvuleikjum, afskaplega misjafna dóma. freyrgigja@frettabladid.is Leikjavísir Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Leigumorðingjar þykja ákaflega heppilegur efniviður í kvikmyndir en ímynd þeirra hefur verið fegruð á hvíta tjaldinu og sveipuð dulúðlegum blæ. Um helgina verður frumsýnd kvikmyndin Hitman, sem er byggð á frægum tölvuleik um sköllóttan leigumorðingja. Ímynd leigumorðingja og leigumorða í kvikmyndum er eilítið brengluð. Á hvíta tjaldinu eru þetta yfirleitt útsmognir náungar með þykkar bankabækur í Sviss, leyniskytturiffil og góð pólitísk sambönd. Samkvæmt rannsóknum eru leigumorðingjar hins vegar oftast ráðnir af afbrýðisömum eiginmönnum og eiginkonum sem vilja losa sig við makann. Samkvæmt vefsíðunni Wikipediu eru tæp tvö prósent allra morða í Ástralíu framkvæmd af leigumorðingjum. Svipaða tölfræði er að finna annars staðar. Hollywood hefur reyndar ekki látið slíkar aftökur framhjá sér fara og er mörgum eflaust í fersku minni sú refskák sem Sean Penn þurfti að leysa í U-Turn þegar Jennifer Lopez og Nick Nolte vildu losa sig við hvort annað. Slíkt myndi eflaust kallast „dæmigert“ leigumorð í raunveruleikanum. Sjakala-einkenniðSjakalinn Edward Fox í hlutverki Sjakalans þar sem verkefni hans var að ráða sjálfan Frakklandsforseta af dögum.Í kvikmyndunum eru það hins vegar oftar en ekki háttsettir embættismenn og dópbarónar sem eru fórnarlömb leigumorðingja. Sjakalinn Edward Fox var þannig ráðinn til að ráða Charles De Gaulle af dögum í kvikmyndinni The Day of the Jackal frá árinu 1973. Myndin var byggð á samnefndri sögu Frederick Forsyth og eftir útgáfu hennar ákváðu franskir fjölmiðlar að gefa hryðjuverkamanninum Ilich Ramírez Sánchez nafnið „Sjakalinn Carlos“. Saga Ilich varð síðan efniviður í kvikmyndina The Assignment þar sem Aidan Quinn reyndi að hafa hendur í hári glæpamannsins og er talið að hún byggi lauslega á tilraunum CIA til að klófesta sakamanninn. En Sjakala-nafnið festist við leigumorðingjastéttina og Bruce Willis varð næstur til að hljóta þetta nafn í myndinni The Jackal sem kom út 1997 og þótti skelfileg. Þá var Richard Gere á höttunum eftir höfði hans og Sjakalinn í þeirri mynd var umlukinn helstu klisjunum sem sagðar eru einkenna þennan starfstitil; meistari dulargervisins og snjallari en nokkur laganna vörður. Húmor fyrir morðingjumEn Hollywood hefur líka haft húmor fyrir leigumorðingjum og Willis var eftirminnilegur sem Jimmy the Tulip í The Whole Nine Yards. Þar var hann hinn dæmigerði mafíumorðingi; kaldrifjaður og tilfinningalaus en um leið ákaflega svalur og heillandi. Pierce Brosnan var umkomulaus sem leigumorðinginn The Matador í samnefndri mynd sem leitaði ráða hjá fjölskyldumanninum Danny Wright. Þar var leigumorðinginn auðvitað ákaflega klár og snillingur í að láta sig hverfa en með veikar taugar eftir áratuga hark í morðbransanum. Ólíklegasti leigumorðinginn er þó eflaust hinn þéttvaxni Forest Whitaker í Ghost Dog eftir Jim Jarmusch þó að sú kvikmynd sómi sér vel meðal bestu leigumorðingjamynda kvikmyndasögunnar. Og þótt það yrði erfitt að klína starfsheitinu leigumorðingi á þá Jason Bourne og James Bond mætti eflaust með einhverjum rökum setja þá á stall með þeim. ÓvenjulegurHitman sker sig nokkuð úr hópi annarra leigumorðingjamynda. Hún er fyrir það fyrsta byggð á frægum tölvuleik um leigumorðingja sem er bæði hundeltur af Interpol og rússneska hernum en það er ekki síst uppruni Agent 47 sem gerir hann frábrugðinn öðrum. Sköllótti leigumorðinginn fannst barnungur á kirkjutröppum og var fenginn í hendur leynilegri kirkjureglu. Agent 47 er því gerður út af andlegum máttarvöldum til að losa jarðarbúa við dópsala og hórmangara. Tölvuleikurinn sjálfur var prýðileg skemmtun; bauð upp á töluverðan hasar og læti og leyfði notandanum að lifa sig rækilega inn í líf leigumorðingjans gegnum PC og Playstation. En kvikmyndinni Hitman hefur hins vegar verið tekið með miklum fyrirvara og hlotið, eins og margar aðrar útfærslur Hollywood á tölvuleikjum, afskaplega misjafna dóma. freyrgigja@frettabladid.is
Leikjavísir Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira