Álagabærinn Bergsteinn Sigurðsson skrifar 14. desember 2007 00:01 Þriðjudaginn 10. júní 2003 kom bæjarstjórn Kópavogs saman til fundar að Fannborg 2 og tók þá örlagaríku ákvörðun að vegur sem liggur sunnarlega í gegnum Kórahverfi skyldi heita Rjúpnavegur. Þessi samþykkt fór algjörlega fram hjá mér. Að minnsta kosti hafði ég aldrei heyrt minnst á þetta einskismannsland þegar ég lenti þar í sjálfheldu rúmum fjórum síðar, bensínlítill á dimmu frostkvöldi í október, og ekki víst að ég ætti afturkvæmt. Kópavogur er dálítið eins og álagaskógurinn í gömlu ævintýrunum; ef maður hættir sér of langt inn í hann á maður á hættu að rata aldrei aftur út. Kópavogur er eiginlega alveg kennileitalaus, þar er enginn miðbær og ef maður færi þangað með áttavita myndi nálin ábyggilega snúast í hringi. Smáralindin er eins og töfrahöll sem lætur mann alltaf gleyma úr hvaða átt maður kom þegar maður ætlar komast aftur burt. Frá henni er aðeins ein rétt beygja - allar aðrar leiða annað hvort aftur að Smáralind eða það sem verra er: í Kórahverfið og Salina. Þetta tiltekna kvöld henti hið síðarnefnda mig .Ég hafði ekið um villur vega í að minnsta kosti hálftíma. Mér datt í hug að spyrja fólk til vegar en varð ekki var við lifandi sálu, gangandi né akandi. Það var farið að sækja að mér þó nokkur beygur þegar ég sá á skilti á ljósastaur, sem gæti kannski gefið mér hugmynd um hvar ég var. Ég snarhemlaði, steig út úr bílnum og las í fyrsta skipti nafnið sem hefur vakið með mér ískaldan hroll allar götur síðan: Rjúpnavegur. Ég var engu næ um hvar ég var. Fyrir utan malið í bílvélinni heyrðist ekki eitt aukatekið hljóð en í höfði mér hljómaði dimm og tröllsleg rödd sem hló sagði „það er gott að búa...." Klukkan var að ganga tólf og ég taldi næsta víst að örlög mín væru ráðin: Að ganga af vitinu við Rjúpnaveg, hverfa sporlaust og enda í besta falli í sem efniviður í skáldsögu eftir Arnald. Í þann mund sem mér var að fallast allur ketill í eld sneri ég mér til norðurs og leit til himins. Og þarna blasti hún við mér eins varða hlaðin af æðri máttarvöldum: friðarsúla Yoko Ono. Sem ég ók af stað varð mér hugsað til John Lennon. Með dauða sínum bjargaði hann mögulega lífi mínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun
Þriðjudaginn 10. júní 2003 kom bæjarstjórn Kópavogs saman til fundar að Fannborg 2 og tók þá örlagaríku ákvörðun að vegur sem liggur sunnarlega í gegnum Kórahverfi skyldi heita Rjúpnavegur. Þessi samþykkt fór algjörlega fram hjá mér. Að minnsta kosti hafði ég aldrei heyrt minnst á þetta einskismannsland þegar ég lenti þar í sjálfheldu rúmum fjórum síðar, bensínlítill á dimmu frostkvöldi í október, og ekki víst að ég ætti afturkvæmt. Kópavogur er dálítið eins og álagaskógurinn í gömlu ævintýrunum; ef maður hættir sér of langt inn í hann á maður á hættu að rata aldrei aftur út. Kópavogur er eiginlega alveg kennileitalaus, þar er enginn miðbær og ef maður færi þangað með áttavita myndi nálin ábyggilega snúast í hringi. Smáralindin er eins og töfrahöll sem lætur mann alltaf gleyma úr hvaða átt maður kom þegar maður ætlar komast aftur burt. Frá henni er aðeins ein rétt beygja - allar aðrar leiða annað hvort aftur að Smáralind eða það sem verra er: í Kórahverfið og Salina. Þetta tiltekna kvöld henti hið síðarnefnda mig .Ég hafði ekið um villur vega í að minnsta kosti hálftíma. Mér datt í hug að spyrja fólk til vegar en varð ekki var við lifandi sálu, gangandi né akandi. Það var farið að sækja að mér þó nokkur beygur þegar ég sá á skilti á ljósastaur, sem gæti kannski gefið mér hugmynd um hvar ég var. Ég snarhemlaði, steig út úr bílnum og las í fyrsta skipti nafnið sem hefur vakið með mér ískaldan hroll allar götur síðan: Rjúpnavegur. Ég var engu næ um hvar ég var. Fyrir utan malið í bílvélinni heyrðist ekki eitt aukatekið hljóð en í höfði mér hljómaði dimm og tröllsleg rödd sem hló sagði „það er gott að búa...." Klukkan var að ganga tólf og ég taldi næsta víst að örlög mín væru ráðin: Að ganga af vitinu við Rjúpnaveg, hverfa sporlaust og enda í besta falli í sem efniviður í skáldsögu eftir Arnald. Í þann mund sem mér var að fallast allur ketill í eld sneri ég mér til norðurs og leit til himins. Og þarna blasti hún við mér eins varða hlaðin af æðri máttarvöldum: friðarsúla Yoko Ono. Sem ég ók af stað varð mér hugsað til John Lennon. Með dauða sínum bjargaði hann mögulega lífi mínu.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun