Skotleikir ríkjandi á Íslandi 16. desember 2007 00:01 Tækni Ríflega 40 prósent vinsælustu tölvuleikjanna fyrir PC tölvur og PlayStation 3 leikjatölvur eru bannaðir innan sextán ára aldurs. Það er í öfugu hlutfalli við þá sjö þúsund tölvuleiki sem gefnir hafa verið út síðastliðin fjögur ár og eru merktir með samevrópska flokkunarkerfinu Pegi. Einungis 17 prósent Pegi merktra tölvuleikja eru gerðir fyrir sextán ára og eldri. Fyrirtækið Sena er með umboð fyrir tölvuleikjum PC og PlayStation sem njóta mikilla vinsælda á Íslandi og segir Ólafur Þór Jóelsson, vörustjóri tölvuleikja hjá Senu, PC og PlayStation tölvuleiki vera um 80 til 90 prósent af íslenska markaðnum. „Allir aldurshópar spila PC leiki, en PlayStation 3 tölvan er mest notuð af aldurshópnum 18 til 36 ára,“ segir Ólafur. Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri Samtaka myndrétthafa á Íslandi, segir skotleiki ríkjandi hér á landi. „Það er meðal annars vegna þess að Nintendo hefur ekki hlotið jafngóðan hljómgrunn hér eins og í Evrópu. Það er öðruvísi hugsun á bak við Nintendo og meira um ævintýraleiki á borð við Super Mario. Vinsældir Nintendo hafa því áhrif á hvernig leikir eru keyptir,“ segir Snæbjörn. - eb Leikjavísir Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Tækni Ríflega 40 prósent vinsælustu tölvuleikjanna fyrir PC tölvur og PlayStation 3 leikjatölvur eru bannaðir innan sextán ára aldurs. Það er í öfugu hlutfalli við þá sjö þúsund tölvuleiki sem gefnir hafa verið út síðastliðin fjögur ár og eru merktir með samevrópska flokkunarkerfinu Pegi. Einungis 17 prósent Pegi merktra tölvuleikja eru gerðir fyrir sextán ára og eldri. Fyrirtækið Sena er með umboð fyrir tölvuleikjum PC og PlayStation sem njóta mikilla vinsælda á Íslandi og segir Ólafur Þór Jóelsson, vörustjóri tölvuleikja hjá Senu, PC og PlayStation tölvuleiki vera um 80 til 90 prósent af íslenska markaðnum. „Allir aldurshópar spila PC leiki, en PlayStation 3 tölvan er mest notuð af aldurshópnum 18 til 36 ára,“ segir Ólafur. Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri Samtaka myndrétthafa á Íslandi, segir skotleiki ríkjandi hér á landi. „Það er meðal annars vegna þess að Nintendo hefur ekki hlotið jafngóðan hljómgrunn hér eins og í Evrópu. Það er öðruvísi hugsun á bak við Nintendo og meira um ævintýraleiki á borð við Super Mario. Vinsældir Nintendo hafa því áhrif á hvernig leikir eru keyptir,“ segir Snæbjörn. - eb
Leikjavísir Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira