Málæði er lýðræði Guðmundur Andri Thorsson skrifar 17. desember 2007 00:01 Meðal þeirra skringistöðva í sjónvarpinu sem sú frábæra uppfinning fjarstýringin hefur gert manni kleift að staldra við á meðan aðrir heimilismeðlimir bregða sér frá er sú sem sendir frá Alþingi. Þar hef ég séð háttvirta þingmenn halda ræðu sem viðkomandi ræðumaður virtist ekki einu sinni sjálfur vera að hlusta á. Allt sýnir fjarhyglina. Hún sést á áhugalausum svipnum og eirðarlausri líkamstjáningunni sem vitnar um að viðkomandi klæi í bakið milli herðablaðanna. Og hún heyrist á tafsinu. Eða heldur fólk kannski að þingmönnum finnist það glæsileg ræðumennska að endurtaka alltaf niðurlag síðustu setningar: „háttvirtur 5. þingmaður Gullbringu- og Kjósarsýslu hefur rangt fyrir sér. Hefur rangt fyrir sér." Ónei - þá er þingmaðurinn að reyna að finna aftur staðinn í ræðunni því hann gleymdi sér í lestrinum og setti á sjálfstýringu á meðan hann var að hugsa um hvað ætti að vera í matinn í kvöld eða hvað það nú er sem þingmenn hugsa um á meðan þeir halda ræður … Þegar maður hefur séð nokkur dæmi um slík himinhrópandi leiðindi í ræðustól Alþingis er auðvelt að fallast á að tímabært kunni að vera að endurskoða reglur um ræðuhöld á Alþingi þar sem menn eru sagðir láta dæluna ganga tímunum saman í öllum umferðum í umræðum um tiltekin mál í því skyni einu að tefja mál eða fylla upp í tiltekinn tímakvóta.En samt …Eitthvað nagar þegar maður hugsar sig um. Þegar verið er að ganga frá reglugerðum og lögum sem varða líf og heilsu okkar allra er kannski ekki stóra málið hvort mér eigi að vera skemmt í sófanum heima. Og eitthvað er rangt við það þegar stór meirihluti þingmanna knýr fram breytingar á ræðumennsku lítils minnihluta - sem að vísu er ákaflega mælskur.Einhvern veginn finnst manni að sum mál kunni að vera þess eðlis að um þau þurfi hreinlega að ræða fram og aftur mjög rækilega áður en Alþingi afgreiðir þau frá sér - ekki síst þegar mjög drjúgur stjórnarmeirihluti ríkir. Og hvarflar að manni að þær fimmtán mínútur sem skammtaðar eru í annarri umferð - að ekki sé talað um fimm mínútna sennurnar sem á að bjóða upp á - dugi tæpast til að gera öllum sjónarmiðum sómasamleg skil. Fimmtán mínútur? Það rétt dugir fyrir öllum þessum „háttvirtur áttundi þingmaður Barðarstrandasýslu"-romsum sem þingmenn þurfa að rogast með í gegnum ræður sínar.Frá fyrstu umræðu og til annarrar getur umræðan þróast og sjónarmið þroskast þannig að kalli á lengri ræðu - dýpri og rækilegri ræður þar sem brugðist er við sjónarmiðum. Góður og gáfaður ræðumaður getur talað sig í áttina að tilteknum rökum og sjónarmiðum, uppgötvað nýja fleti í rás ræðunnar og þá verður hún að fá að hafa sinn gang.Að vera fúll á mótiSé það rétt sem stundum heyrist að á Alþingi sitji leiðindaskjóður sem setji sig ekki úr færi að halda langar og innihaldslausar ræður af skömm sinni, þrasgirni og málæðisnáttúru - tja, er þá ekki við kjósendur að sakast að senda slíka ræðuskúma á þing?Síðan hvenær á lýðræðið að vera skemmtiefni? Það getur vissulega verið skemmtilegt og má gjarnan vera það - við eigum nokkra þingmenn sem geta haldið glymjandi ræður - en samt … mælikvarðinn getur ekki legið þar. Það kann að vera óbærilegt að tilheyra ráðandi öflum og þurfa samt að sitja og hlusta á fólk sem maður er ósammála flytja langdregnar ræður þar sem það gerir grein fyrir sjónarmiðum sínum í samfelldu máli og enginn Egill Helgason að brjóta þetta upp - og ekki einu sinni auglýsingar. En þannig á þingið einmitt að starfa. Þar eru fulltrúar okkar sem takast á við framkvæmdavaldið í ráðuneytunum. Og verða að fá ráðrúm til þess.Þingmönnum Vinstri grænna hefur verið legið á hálsi fyrir að vilja ekki vera með í því mikla hópefli að skera ræðutímann niður á Morfís-plan. Sagt er að sá flokkur sé Fúll á móti. En með leyfi: er það ekki hreinlega skylda flokksins í kerfinu að vera það? Er slík einkunn ekki sæmdarheiti stjórnarandstöðuflokki? Hvaða leiðir hefur flokkurinn aðrar á Alþingi til að spyrna við fótum þegar um er að ræða ólög að mati hans en að skálma í ræðustól og beita þar orðsins brandi?Og ef við rifjum upp brag Bjartmars, ljóðmælandann og saklausan nágranna hans - er ekki betra að vera Fúll á móti en Sumarliði sem er fullur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun
Meðal þeirra skringistöðva í sjónvarpinu sem sú frábæra uppfinning fjarstýringin hefur gert manni kleift að staldra við á meðan aðrir heimilismeðlimir bregða sér frá er sú sem sendir frá Alþingi. Þar hef ég séð háttvirta þingmenn halda ræðu sem viðkomandi ræðumaður virtist ekki einu sinni sjálfur vera að hlusta á. Allt sýnir fjarhyglina. Hún sést á áhugalausum svipnum og eirðarlausri líkamstjáningunni sem vitnar um að viðkomandi klæi í bakið milli herðablaðanna. Og hún heyrist á tafsinu. Eða heldur fólk kannski að þingmönnum finnist það glæsileg ræðumennska að endurtaka alltaf niðurlag síðustu setningar: „háttvirtur 5. þingmaður Gullbringu- og Kjósarsýslu hefur rangt fyrir sér. Hefur rangt fyrir sér." Ónei - þá er þingmaðurinn að reyna að finna aftur staðinn í ræðunni því hann gleymdi sér í lestrinum og setti á sjálfstýringu á meðan hann var að hugsa um hvað ætti að vera í matinn í kvöld eða hvað það nú er sem þingmenn hugsa um á meðan þeir halda ræður … Þegar maður hefur séð nokkur dæmi um slík himinhrópandi leiðindi í ræðustól Alþingis er auðvelt að fallast á að tímabært kunni að vera að endurskoða reglur um ræðuhöld á Alþingi þar sem menn eru sagðir láta dæluna ganga tímunum saman í öllum umferðum í umræðum um tiltekin mál í því skyni einu að tefja mál eða fylla upp í tiltekinn tímakvóta.En samt …Eitthvað nagar þegar maður hugsar sig um. Þegar verið er að ganga frá reglugerðum og lögum sem varða líf og heilsu okkar allra er kannski ekki stóra málið hvort mér eigi að vera skemmt í sófanum heima. Og eitthvað er rangt við það þegar stór meirihluti þingmanna knýr fram breytingar á ræðumennsku lítils minnihluta - sem að vísu er ákaflega mælskur.Einhvern veginn finnst manni að sum mál kunni að vera þess eðlis að um þau þurfi hreinlega að ræða fram og aftur mjög rækilega áður en Alþingi afgreiðir þau frá sér - ekki síst þegar mjög drjúgur stjórnarmeirihluti ríkir. Og hvarflar að manni að þær fimmtán mínútur sem skammtaðar eru í annarri umferð - að ekki sé talað um fimm mínútna sennurnar sem á að bjóða upp á - dugi tæpast til að gera öllum sjónarmiðum sómasamleg skil. Fimmtán mínútur? Það rétt dugir fyrir öllum þessum „háttvirtur áttundi þingmaður Barðarstrandasýslu"-romsum sem þingmenn þurfa að rogast með í gegnum ræður sínar.Frá fyrstu umræðu og til annarrar getur umræðan þróast og sjónarmið þroskast þannig að kalli á lengri ræðu - dýpri og rækilegri ræður þar sem brugðist er við sjónarmiðum. Góður og gáfaður ræðumaður getur talað sig í áttina að tilteknum rökum og sjónarmiðum, uppgötvað nýja fleti í rás ræðunnar og þá verður hún að fá að hafa sinn gang.Að vera fúll á mótiSé það rétt sem stundum heyrist að á Alþingi sitji leiðindaskjóður sem setji sig ekki úr færi að halda langar og innihaldslausar ræður af skömm sinni, þrasgirni og málæðisnáttúru - tja, er þá ekki við kjósendur að sakast að senda slíka ræðuskúma á þing?Síðan hvenær á lýðræðið að vera skemmtiefni? Það getur vissulega verið skemmtilegt og má gjarnan vera það - við eigum nokkra þingmenn sem geta haldið glymjandi ræður - en samt … mælikvarðinn getur ekki legið þar. Það kann að vera óbærilegt að tilheyra ráðandi öflum og þurfa samt að sitja og hlusta á fólk sem maður er ósammála flytja langdregnar ræður þar sem það gerir grein fyrir sjónarmiðum sínum í samfelldu máli og enginn Egill Helgason að brjóta þetta upp - og ekki einu sinni auglýsingar. En þannig á þingið einmitt að starfa. Þar eru fulltrúar okkar sem takast á við framkvæmdavaldið í ráðuneytunum. Og verða að fá ráðrúm til þess.Þingmönnum Vinstri grænna hefur verið legið á hálsi fyrir að vilja ekki vera með í því mikla hópefli að skera ræðutímann niður á Morfís-plan. Sagt er að sá flokkur sé Fúll á móti. En með leyfi: er það ekki hreinlega skylda flokksins í kerfinu að vera það? Er slík einkunn ekki sæmdarheiti stjórnarandstöðuflokki? Hvaða leiðir hefur flokkurinn aðrar á Alþingi til að spyrna við fótum þegar um er að ræða ólög að mati hans en að skálma í ræðustól og beita þar orðsins brandi?Og ef við rifjum upp brag Bjartmars, ljóðmælandann og saklausan nágranna hans - er ekki betra að vera Fúll á móti en Sumarliði sem er fullur?