Erlent

Streyma til landa ESB

MYND/AP

Rétt þegar fagnaðarlátum vegna inngöngu Búlgaríu í Evrópusambandið var að ljúka í gær streymdu Búlgarir af stað að leita sér að vinnu í löndum Evrópusambandsins. Fólkið segir að litla sem enga vinnu sé að hafa í Búlgaríu og því verði það að yfirgefa heimahaga sína og gerast farandverkamenn.

Búlgaría og Rúmenía urðu formlega meðlimir í Evrópusambandinu um leið og árið 2007 gekk í garð en mörg aðildarlönd hafa áhyggjur af ódýru vinnuafli sem á eftir að koma þaðan.

Búlgaría er fátækasta þjóð Evrópu og eru meðalmánaðarlaun þar í landi aðeins tæpar 17 þúsund íslenskar krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×