Erlent

Synt í ísköldu Atlantshafinu

MYND/AP

Hundruð manns í Coney Island í Bandaríkjunum fögnuðu nýja árinu með því stinga sér til sunds í ísköldu Atlantshafinu í gær. Sérstakur sjósundsklúbbur hefur verið starfræktur þar í bæ síðan 1903 og hefur staðið fyrir nýárssundi síðan 1920.

Skipuleggjendur atburðarins sögðu að allt að 300 manns hefðu tekið þátt í sundinu þetta árið og að jafnvel enn fleiri hefðu komið að fylgjast með. Þeir sem taka þátt í sundinu verða að vera í sjónum í að minnsta kosti tvær mínútur. Tekst fólk þá í hendur og syngur einkennislag sjósundsklúbbsins áður en farið er upp úr á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×