Erlent

Fljúgandi furðuhlutur sást í Bandaríkjunum

Veðurfyrirbrigði eða fljúgandi furðuhlutur?
Veðurfyrirbrigði eða fljúgandi furðuhlutur? MYND/AP

Hópur flugvallarstarfsmanna og flugmanna sem vinna á O'Hare flugvellinum í Chicago í Bandaríkjunum sögðu frá því nýverið að þeir hafi séð fljúgandi furðuhlut sveima yfir flugvellinum þann 7. nóvember síðastliðinn.

Flugvallarstarfsmenn sem og flugstjórar sem voru á svæðinu segja að fyrirbærið hafi sveimað yfir stöðinni í nokkrar mínútur og svo hafi virst sem það væri hreyfingarlaust. Allt í einu tók það síðan af stað á svo miklum hraða að það skildi eftir holu í skýjaþykkninu sem lá yfir flugvellinum.

Flugvallaryfirvöld vilja meina að starfsmenn hafi aðeins séð veðurfyrirbrigði og kenndu lágum skýjum sem og ljósum flugvallarins um að mynda það. Starfsmennirnir sverja þó og sárt við leggja að um fljúgandi furðuhlut hafi verið að ræða.

Hluturinn var dökkgrár á lit, disklaga og er talinn vera samkvæmt lýsingum tveir til átta metrar í ummál. Búið er að útiloka möguleika á því að um veðurloftbelg hafi verið að ræða og ljóst þykir að bandaríski herinn myndi ekki prófa nýja tegund af flugvél á svo fjölförnu svæði.

Dagblaðið Chicago Tribune segir frá þessu á vefsíðu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×