Erlent

Mótmæltu komu ársins 2007

MYND/Heiða

Hópur Frakka ákvað að taka á móti nýja árinu með hinum hefbundna franska hætti - með mótmælum. Hópurinn mótmælti komu ársins 2007 og bar meðal annars mótmælaspjöld sem á stóð „Nei við 2007" og „Nútíminn er betri" á göngu sinni í gegnum miðborg Nantes á gamlárskvöld.

Mótmælendurnir létu ekki þar við sitja heldur kröfðust þeir þess að Sameinuðu þjóðirnar kæmu í veg fyrir þennan óðagang tímans og að þær frestuðu komu framtíðarinnar um óákveðinn tíma. Árið 2007 lét þó ekki bíða eftir sér en mótmælendurnir létu ekki deigan síga og byrjuðu samstundis að mótmæla komu ársins 2008.

Mótmælendur voru með þessu að reyna að gera grín að því hversu viljugir Frakkar eru til þess að mótmæla og þá sérstaklega nýjungum af hvaða tagi sem er.

Fréttavefurinn Ananova segir frá þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×