Erlent

Hersveitir Eþíópíu verða í Sómalíu um sinn

Forsætisráðherra Sómalíu, Ali Mohamed Gedi, sést hér í röndóttri skyrtu.
Forsætisráðherra Sómalíu, Ali Mohamed Gedi, sést hér í röndóttri skyrtu. MYND/AP

Forsætisráðherra Sómalíu, Ali Mohamed Gedi, sagði í dag að eþíópískar hersveitir myndu þurfa að vera í landinu í þó nokkra mánuði í viðbót. Stuttu áður hafði forsætisráðherra Eþíópíu sagst vonast til þess að geta dregið herlið sitt frá Sómalíu innan fárra vikna.

Kærleikur milli almennings ríkjanna tveggja er ekki mikill og hróp voru gerð að hermönnum Eþíópíu þegar þeir gengu inn í Mogadishu á dögunum. Ástandið er ekki enn orðið stöðugt í borginni og stríðsherrar, sem íslamska dómstólaráðið hafði rekið frá borginni, komu sér fyrir þar á ný þegar dómstólaráðið yfirgaf borgina. Sómölsk yfirvöld hafa lofað að gefa stríðsherrum og uppreisnarmönnum, sem hætta bardögum, upp sakir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×