Erlent

Flakið ekki enn fundið

Mynd af flugvél eins og þeirri sem hrapaði á sunnudaginn.
Mynd af flugvél eins og þeirri sem hrapaði á sunnudaginn. MYND/AP

Yfirvöld á Indónesíu upplýstu fyrir stundu að flak farþegaflugvélar sem hrapaði á leið sinni frá Jövu til Súmötru í gær hefði ekki fundist líkt og haldið hefði verið fram. Fregnir bárust af því í morgun að vélin hefði fundist í fjallgarði á vestari hluta Súlavesíu-eyju.

Þá bárust misvísandi fregnir af því hve mörgum hefði verið bjargað. Hundrað og tveir voru um borð og var sagt að tólf hefðu fundist á lífi. Það vildi samgönguráðherra Indónesíu ekki staðfesta. Nú rétt fyrir fréttir barst síðan tilkynning um að ranglega hefði verið haldið fram að flakið hefði fundist. Flugmálayfirvöld á Indónesíu báðust velvirðingar á því. Það er því enn á huldu hvar vélin skall niður og hve margir hafi farist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×