Fótbolti

Parma á uppboð

NordicPhotos/GettyImages

Ítalska knattspyrnufélagið Parma hefur nú verið sett á uppboð og vonast stjórn félagsins til að kaupandi finnist fyrir lok félagaskiptagluggans í þessum mánuði. Félagið hefur barist í bökkum síðan bakhjarl liðsins Parmalat fór á hausinn í desember árið 2003 og er nú í næstneðsta sæti deildarinnar.

Talsmaður félagsins segir að stjórnin muni líklega sætta sig við lægra boð en þær 27,5 milljónir evra sem óskað hefur verið eftir fram til þessa, en fyrrum stjórnarformaður Real Madrid var nálægt því að kaupa félagið á síðasta ári. Parma hefur tvisvar unnið sigur í Evrópukeppni félagsliða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×