Erlent

Misvísandi upplýsingar frá þorpshöfðingja

Enn er allt á huldu með örlög um hundrað farþega og áhafnar um borð í farþegaflugvél sem hvarf á leið sinni frá Jövu til Súlavesíu-eyja í gærmorgun. Greint var frá því snemma í morgun að björgunarmenn hefðu fundið flakið og minnst tólf hefðu sloppið lifandi úr því. Indónesísk yfirvöld báru það síðan til baka fyrr í dag.

Nú síðdegis var svo greint frá því að lögreglustjóri á vesturhluta Súlavesíu hefði í morgun fengið rangar upplýsingar um flak vélarinnar frá undirmönnum sínum sem hefðu fengið lýsingar af því frá þorpshöfðingja á svæðinu sem segðist hafa séð til eftirlifenda. Þessar röngu upplýsingar hafi síðan borist her, lögreglu og fulltrúum flugfélagsins sem hafi greint fjölmiðlum frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×