Erlent

Giftursamleg björgun miskunnsams samverja

Lífi 19 ára unglings var bjargað, á giftusamlegan hátt, eftir að hann féll á neðanjarðarlestarteina í New York-borg í gær. Vegfarandi kastaði sér á teinana og lagðist ofan á drenginn til að halda honum niðri um leið og lest var ekið yfir þá. Báðum heilsast vel.

Wesley Autrey var að bíða eftir lest ásamt tveimur ungum dætrum sínum þegar hann sá hinn nítján ára gamla Cameron Hollopeter fá flogakast og detta á teinana. Þá dugði að hugsa hratt og ákvað Autrey að kasta sér á teinana til að forða honum frá aðvífandi lest.

Autrey segist hafa reynt að færa drenginn til en það gengið illa. Þá hafi hann orðið að halda honum niðri meðan lestin fór yfir þá. Autrey sagði þetta ekki gert til að afla frægðar. Hann hafi bara viljað hjálpa náunganum.

Annarri dóttir Autreys var brugðið þegar faðir hennar bað konu við hlið sér að gæta dætra sinna og stökk á teinana. Hún sagðist fyrst hafa verið fullviss um að faðir sinn myndi deyja. Svo varð þó ekki og heilsast honum og drengnum vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×