Riley ætlar að taka sér frí frá þjálfun

Pat Riley, þjálfari NBA meistara Miami Heat, þarf að taka sér frí frá þjálfun um óákveðinn tíma til að gangast undir aðgerð á hné og á mjöðm. Chicago Tribune greindi frá þessu í dag. Ron Rothstein aðstoðarþjálfari liðsins mun taka við stjórn liðsins á meðan Riley nær sér, en liðið er nú að fara í sex leikja keppnisferð um vesturströndina.