Arenas kláraði Milwaukee 4. janúar 2007 04:45 Arenas skorar sigurkörfuna ótrúlegu gegn Milwaukee, einum þremur metrum fyrir aftan þriggja stiga línuna NordicPhotos/GettyImages Gilbert Arenas lét ekki axlarmeiðsli hafa áhrif á sig í nótt þegar hann skoraði ótrúlega sigurkörfu Washington Wizards í 108-105 sigri liðsins á Milwaukee. Arenas fékk boltann þegar sex sekúndur lifðu leiks og skoraði sigurkörfuna nokkrum metrum fyrir utan þriggja stiga línuna. Arenas er sannarlega einn skrautlegasti leikmaður deildarinnar og á það til að hrópa ýmis slagorð um leið og hann sleppir boltanum í skotum sínum. Hann þurfti ekki á neinu slíku að halda í nótt þegar hann skaut Milwaukee í kaf. "Þeir segja að Gilbert Arenas sé samviskulaus skytta og þetta undirstrikaði það svo sannarlega," sagði Charlie Bell hjá Milwaukee sem reyndi sitt besta til að verjast ótrúlegu skoti Arenas um leið og leiktíminn rann út í Washington. "Mér datt ekki annað í hug en að hann færi einu eða tveimur skrefum nær körfunni áður en hann tæki skotið." Arenas gengur hér vígalegur af velli eftir sigurkörfuna og til hægri á myndinni má sjá Michael Redd hjá Milwaukee glottaf af öllu samanNordicPhotos/GettyImages Michael Redd hjá Milwaukee, sem sjálfur er frábær skytta, gat ekki annað en glott eftir að Arenas gerði út um leikinn. "Auðvitað er maður svekktur að tapa á svona skoti, en maður verður að taka ofan fyrir Arenas - þetta var ótrúlegt skot," sagði Redd. Það vakti athygli að Arenas sneri sér strax við og gekk til búningsherbergja þegar hann sleppti skotinu - rétt eins og hann vissi að það myndi hitta. "Ég þurfti ekki að kalla neitt í þetta sinn - ég vissi að það færi niður," sagði Arenas, sem er að undirbúa 25 ára afmælisveislu sína þar sem sjálfur P. Diddy verður veislustjóri og allir helstu rapparar heimsins verða viðstaddir.Arenas var stigahæstur í liði Washington með 32 stig en hirti auk þess 11 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Caron Butler var líka frábær og skoraði 29 stig, gaf 9 stoðsendingar og hirti 7 fráköst. Michael Redd skoraði 27 stig fyrir Milwaukee og Mo Williams skoraði 24 stig. NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Gilbert Arenas lét ekki axlarmeiðsli hafa áhrif á sig í nótt þegar hann skoraði ótrúlega sigurkörfu Washington Wizards í 108-105 sigri liðsins á Milwaukee. Arenas fékk boltann þegar sex sekúndur lifðu leiks og skoraði sigurkörfuna nokkrum metrum fyrir utan þriggja stiga línuna. Arenas er sannarlega einn skrautlegasti leikmaður deildarinnar og á það til að hrópa ýmis slagorð um leið og hann sleppir boltanum í skotum sínum. Hann þurfti ekki á neinu slíku að halda í nótt þegar hann skaut Milwaukee í kaf. "Þeir segja að Gilbert Arenas sé samviskulaus skytta og þetta undirstrikaði það svo sannarlega," sagði Charlie Bell hjá Milwaukee sem reyndi sitt besta til að verjast ótrúlegu skoti Arenas um leið og leiktíminn rann út í Washington. "Mér datt ekki annað í hug en að hann færi einu eða tveimur skrefum nær körfunni áður en hann tæki skotið." Arenas gengur hér vígalegur af velli eftir sigurkörfuna og til hægri á myndinni má sjá Michael Redd hjá Milwaukee glottaf af öllu samanNordicPhotos/GettyImages Michael Redd hjá Milwaukee, sem sjálfur er frábær skytta, gat ekki annað en glott eftir að Arenas gerði út um leikinn. "Auðvitað er maður svekktur að tapa á svona skoti, en maður verður að taka ofan fyrir Arenas - þetta var ótrúlegt skot," sagði Redd. Það vakti athygli að Arenas sneri sér strax við og gekk til búningsherbergja þegar hann sleppti skotinu - rétt eins og hann vissi að það myndi hitta. "Ég þurfti ekki að kalla neitt í þetta sinn - ég vissi að það færi niður," sagði Arenas, sem er að undirbúa 25 ára afmælisveislu sína þar sem sjálfur P. Diddy verður veislustjóri og allir helstu rapparar heimsins verða viðstaddir.Arenas var stigahæstur í liði Washington með 32 stig en hirti auk þess 11 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Caron Butler var líka frábær og skoraði 29 stig, gaf 9 stoðsendingar og hirti 7 fráköst. Michael Redd skoraði 27 stig fyrir Milwaukee og Mo Williams skoraði 24 stig.
NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira