Undirmannað lið Miami steinlá á heimavelli 4. janúar 2007 05:16 Svipbrigði Alonso Mourning segja allt sem segja þarf um ástandið á NBA meisturunum í Miami þessa dagana NordicPhotos/GettyImages Meistarar Miami Heat eiga mjög erfitt verkefni fyrir höndum á næstu vikum eftir að liðið tapaði enn einum leiknum í nótt, að þessu sinni gegn LA Clippers á heimavelli 110-95. Liðið var án fimm fastamanna og þjálfarans Pat Riley sem þarf að gangast undir aðgerð á hné og mjöðm. Miami var án Shaquille O´Neal, Dwyane Wade og Wane Simien, sem eru frá vegna meiðsla og veikinda. Þá var liðið án þeirra James Posey og Antoine Walker sem voru settir út úr liðinu eftir að þeim tókst ekki að mæta kröfum liðsins um líkamsform. Posey og Walker verða heldur ekki með liðinu í næsta leik. Ron Rothstein stýrir liðinu í fjarveru Pat Riley, en hann var þjálfari Miami fyrstu þrjú ár félagsins í deildinni í kring um 1990. Jason Kapono skoraði 19 stig fyrir Miami sem tapaði fjórða leik sínum í röð, en Elton Brand skoraði 28 stig fyrir Clippers og Chris Kaman skoraði 20 stig. Báðir hittu þeir úr fyrstu 5 skotum sínum í leiknum. Phoenix vann enn einn leikinn þegar það lagði Toronto 100-98 á útivelli. Raja Bell skoraði 19 stig fyrir Phoenix en Chris Bosh sneri aftur í liði Toronto og skoraði 26 stig og hirti 14 fráköst. Cleveland lagði Boston 107-104 þar sem LeBron James skoraði 32 stig fyrir Cleveland en Tony Allen skoraði 22 stig fyrir Boston. Þetta var sjöundi sigur Cleveland á Boston í röð. Minnesota lagði San Antonio á heimavelli 103-101 eftir framlengdan leik í beinni útsendingu á NBA TV á Fjölvarpinu. Manu Ginobili skoraði 26 stig fyrir San Antonio en Mark Blount skoraði 28 fyrir Minnesota. Memphis lagði Golden State 144-135 í fjörugum leik. Matt Barnes skoraði 36 stig fyrir Golden State en Mike Miller skoraði 33 stig fyrir Memphis. Houston lagði Seattle 103-96 á heimavelli sínum. Tracy McGrady skoraði 31 stig fyrir Houston en Ray Allen 32 fyrir Seattle. Utah lagði Philadelphia 98-87 þrátt fyrir hörmulega hittni. Carlos Boozer skoraði 27 stig og hirti 14 fráköst fyrir Utah en Andre Miller skoraði 17 stig fyrir Philadelphia sem hefur verið á keppnisferðalagi síðan á annan dag jóla. Loks vann New York góðan útisigur á Portland 99-81 þar sem Eddy Curry skoraði 27 stig fyrir New York en Zach Randolph skoraði 15 stig fyrir Portland. NBA Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Sjá meira
Meistarar Miami Heat eiga mjög erfitt verkefni fyrir höndum á næstu vikum eftir að liðið tapaði enn einum leiknum í nótt, að þessu sinni gegn LA Clippers á heimavelli 110-95. Liðið var án fimm fastamanna og þjálfarans Pat Riley sem þarf að gangast undir aðgerð á hné og mjöðm. Miami var án Shaquille O´Neal, Dwyane Wade og Wane Simien, sem eru frá vegna meiðsla og veikinda. Þá var liðið án þeirra James Posey og Antoine Walker sem voru settir út úr liðinu eftir að þeim tókst ekki að mæta kröfum liðsins um líkamsform. Posey og Walker verða heldur ekki með liðinu í næsta leik. Ron Rothstein stýrir liðinu í fjarveru Pat Riley, en hann var þjálfari Miami fyrstu þrjú ár félagsins í deildinni í kring um 1990. Jason Kapono skoraði 19 stig fyrir Miami sem tapaði fjórða leik sínum í röð, en Elton Brand skoraði 28 stig fyrir Clippers og Chris Kaman skoraði 20 stig. Báðir hittu þeir úr fyrstu 5 skotum sínum í leiknum. Phoenix vann enn einn leikinn þegar það lagði Toronto 100-98 á útivelli. Raja Bell skoraði 19 stig fyrir Phoenix en Chris Bosh sneri aftur í liði Toronto og skoraði 26 stig og hirti 14 fráköst. Cleveland lagði Boston 107-104 þar sem LeBron James skoraði 32 stig fyrir Cleveland en Tony Allen skoraði 22 stig fyrir Boston. Þetta var sjöundi sigur Cleveland á Boston í röð. Minnesota lagði San Antonio á heimavelli 103-101 eftir framlengdan leik í beinni útsendingu á NBA TV á Fjölvarpinu. Manu Ginobili skoraði 26 stig fyrir San Antonio en Mark Blount skoraði 28 fyrir Minnesota. Memphis lagði Golden State 144-135 í fjörugum leik. Matt Barnes skoraði 36 stig fyrir Golden State en Mike Miller skoraði 33 stig fyrir Memphis. Houston lagði Seattle 103-96 á heimavelli sínum. Tracy McGrady skoraði 31 stig fyrir Houston en Ray Allen 32 fyrir Seattle. Utah lagði Philadelphia 98-87 þrátt fyrir hörmulega hittni. Carlos Boozer skoraði 27 stig og hirti 14 fráköst fyrir Utah en Andre Miller skoraði 17 stig fyrir Philadelphia sem hefur verið á keppnisferðalagi síðan á annan dag jóla. Loks vann New York góðan útisigur á Portland 99-81 þar sem Eddy Curry skoraði 27 stig fyrir New York en Zach Randolph skoraði 15 stig fyrir Portland.
NBA Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Sjá meira