Erlent

Kenía lokar landamærum fyrir sómölum

Landamærum Kenía að Sómalíu hefur verið lokað. Hersveitir hafa verið sendar til að stöðva stríðan straum sómalskra flóttamanna inn í landið. 420 flóttamenn, flest konur og börn, hafa verið sendir til baka frá landamærunum.

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir hins vegar að Kenía beri skylda til þess að taka á móti þeim. Stjórnarher Sómalíu, með fulltingi eþíópískra hermanna, rak uppreisnarmenn múslima frá völdum og var flóttinn hrakinn í áttina að kenísku landamærunum.

Ráðamenn í Kenía óttast nú að uppreisnarmennirnir hreiðri um sig þeim megin landamæranna og herji þaðan með skærum á stjórnina í Sómalíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×