Erlent

Umskurður vinsæll í Úganda

Æ fleiri karlmenn í Uganda sækjast nú eftir umskurði eftir að vísindamenn komust að þeirri niðurstöðu að forhúðarlausir væru menn ekki jafnmóttækilegir fyrir HIV-smiti. Þarlent dagblað segir að umskurðum hafi fjölgað úr tæplega 400 árið 2005 í 2.500 árið 2006. 

Baráttan gegn alnæmi og HIV-smitum hefur gengið mjög vel í Úganda, hvort sem umskurði er eitthvað að þakka eða ekki en stjórnvöld hafa ekki enn viljað mæla opinberlega með slíku. Aðeins 10% prósent þjóðarinnar eru smituð af HIV eða AIDS og er það eitt allægsta hlutfall í allri Afríku. Til samanburðar má nefna að um 40% landsmanna í Swazilandi er með HIV eða AIDS.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×