Erlent

Bin Laden ekki sést í tvö ár

MYND/Reuters

Leiðtogi talibana, Mullah Omar, sagði í svari við spurningum Reuters fréttastofunnar að hann hefði ekki hitt Osama Bin Laden síðan árið 2001. Spurningunum var komið til hans í gegnum talsmann hans. Bin Laden hefur ekki sést á myndbandi síðan á árinu 2004 en myndbönd af hægri hönd hans, Ayman al-Zawahri, eru gefin út með nokkuð reglulegu millibili.

Ekkert heyrðist heldur frá Bin Laden á fimm ára afmæli árásanna á New York. Vangaveltur um hvar Bin Laden er niðurkominn hafa verið miklar út af þessu og í september á síðasta ári birti franskt dagblað frétt um að hann væri látinn úr taugaveiki en erlendar leyniþjónustur sögðu engin tök á því að staðfesta þær fregnir.

Eftir því sem best er vitað er hann enn einhvers staðar í felum í fjallahéruðum á landamærum Afganistans og Pakistans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×