Erlent

Darwin verðlaunin veitt

Verðlaun Charles Darwin sýna fram á að fólk er misvel gefið.
Verðlaun Charles Darwin sýna fram á að fólk er misvel gefið. MYND/Vísir

Charles Darwin verðlaunin hafa verið veitt fyrir síðastliðið ár en þau eru veitt því fólki sem bætir genamengi mannsins mest með þeirri einföldu athöfn að draga sig úr því. Fyrstu verðlaun hlaut par sem náði sér í risastóran auglýsingabelg, fylltan af helíumi, sem það síðan skreið inn í. Þau fundust síðar látin af völdum súrefnisskorts.

Baráttan um annað sætið var hörð en sá sem þar endaði flaug flugdreka með koparsnúru í þrumuveðri. Hann lést þegar eldingu laust í flugdrekann. Maðurinn var rafvirki.

Bronsverðlaunin hlaut brasilískur verkamaður sem reyndi að taka handsprengju í sundur með því að keyra yfir hana með bílnum sínum. Þegar það tókst ekki þá náði hann sér í sleggju og ákvað að lemja hana í sundur. Í sprengingunni er þá varð skemmdust sex bílar sem og vinnustaður mannsins. Maðurinn lét einnig lífið.

Fréttavefurinn Ananova skýrir frá þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×