Innlent

Stærsti vaxtarsamningur sinnar tegundar

Í gær var undirritaður samningur á Egilsstöðum til uppbyggingar og þróunarstarfs á Austulandi. Um er að ræða 190 milljónir á þremur árum sem veittar verða til uppbyggingar á ýmsum sviðum á Austurlandi. Samningurinn er sá stærsti sinnar tegundar hér á landi.

Það var Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra sem undirritaði vaxtarsamninginn á Hótel Héraði á Egilsstöðum ásamt fulltrúum samningsaðila. Að samningnum koma Iðnaðarráðuneytið, öll sveitarfélög á austurlandi, fyrirtæki, stofnanir og háskólar af öllu landinu. Alls fimmtíu og fimm aðilar og er samningurinn sá stærsti sinnar tegundar á landinu hingað til, en 190 milljónum verður varið til verkefnisins á þremur árum. Miðað er að því að skapa öflugan vettvang fyrir uppbyggingu og þróun í Menningu og ferðaþjónustu, matvælaframleiðslu, menntun, rannsóknum, iðnaði, tækni og verktakastarfsemi. Það er Þróunarfélag Austurlands sem tekur að sér framkvæmdastjórn samningsins. Markmið rammasamningsins er að efla Austurland sem eftirsóttan valkost til búsetu með því meðal annars að auka samkeppnishæfni og efla hagvöxt.

Það var Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra sem undirritaði vaxtarsamninginn á Hótel Héraði á Egilsstöðum ásamt fulltrúum samningsaðila. Að samningnum koma Iðnaðarráðuneytið, öll sveitarfélög á austurlandi, fyrirtæki, stofnanir og háskólar af öllu landinu. Alls fimmtíu og fimm aðilar og er samningurinn sá stærsti sinnar tegundar á landinu hingað til, en 190 milljónum verður varið til verkefnisins á þremur árum . Miðað er að því að skapa öflugan vettvang fyrir uppbyggingu og þróun í Menningu og ferðaþjónustu, matvælaframleiðslu, menntun, rannsóknum, iðnaði, tækni og verktakastarfsemi. Það er Þróunarfélag Austurlands sem tekur að sér framkvæmdastjórn samningsins. Markmið rammasamningsins er að efla Austurland sem eftirsóttan valkost til búsetu með því meðal annars að auka samkeppnishæfni og efla hagvöxt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×