Innlent

Segir myndavélaeftirlit hafa sannað gildi sitt

MYND/GVA

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir myndskeiðið sem sýnt var í fjölmiðlum í vikunni af hrottalegri líkamsárás þriggja pilta á tvo aðra pilta í Garðarstræti á nýársnótt sanna gildi myndavélaeftirlits. Foreldrar piltanna hafi komið þeim í hendur lögreglu sama kvöld og myndirnar hafi verið birtar í fjölmiðlum.

„Ákvörðun lögreglunnar um að senda myndskeiðið til birtingar er ein hlið sýnilegrar löggæslu. Hún felst ekki einvörðungu í því, að lögreglumenn séu sýnilegir, heldur einnig hinu, að beitt sé öðrum úrræðum, þar á meðal að lögreglan sýni almenningi þá, sem ógna öryggi borgaranna í því skyni að hafa hendur í hári þeirra," segir Björn á heimasíðu sinni, bjorn.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×