Erlent

Bush hvattur til aðgerða gegn Íran

MYND/AP

Íran er á bakvið hið aukna ofbeldi í Írak og sér uppreisnarmönnum fyrir vopnum og birgðum. Þetta fullyrti einn helsti andstæðingur íranskra stjórnvalda á fundi nefndar um „Stjórnarskipti í Íran" í kvöld. Maðurinn, sem heitir Alireza Jafarazadeh, hefur áður fullyrt ýmistlegt um Íran og það hefur jafnan reynst satt.

Upplýsingar hans að þessu sinni komu frá uppreisnarhópi, sem er andstæðingur stjórnvalda í Íran. Jafarazadeh skoraði á Bush Bandaríkjaforseta að taka málið upp við Írani þar sem það væru þeir sem væru ábyrgir fyrir stórauknum fjölda í dauðsföllum bandarískra hermanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×