Erlent

Sarkozy hvetur íbúa Korsíku til að sýna stillingu

MYND/AP

Innanríkisráðherra Frakklands, Nicolas Sarkozy, skoraði í dag á ungt fólk á Korsíku til þess að hemja sig og snúa baki við ofbeldi en í gær sprungu nokkrar sprengjur á eyjunni, sem vill sjálfstæði frá Frakklandi. Einn lést í árásunum og einn særðist síðan alvarlega þegar sprengja sem þeir voru að koma fyrir sprakk í höndunum á þeim.

Aðskilnaðarsinnar á eyjunni hafa með reglulegu millibili gert sprengjuárásir á Korsíku og þá oftast um nótt á opinberar byggingar sem og sumarhús í eigu Frakka. Korsíkubúar höfnuðu tillögu frá frönsku ríkisstjórninni árið 2003 en hún kvað á um að eyjan fengi takmarkað sjálfræði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×