Erlent

Olíuverð hækkar á ný

Eftir mikla dýfu undanfarna daga hækkaði heimsmarkaðsverð á olíu undir lok gærdagsins. Fatið af Norðursjávarolíu endaði í 55 dölum og 64 senti en var um tíma komið niður fyrir 55 dali. Vestanhafs var verðið á hráolíufatinu komið upp í 56 dali og 31 sent þegar mörkuðum var lokað þar í gær.

Mikil hlýindi í Bandaríkjunum og góð birgðastaða þar eru ástæður þessarar mestu verðlækkunar í hálft annað ár. Íslenskir neytendur fá þó líklega ekki að njóta góðs af þeim vegna óhagsstæðrar gengisþróunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×