Dallas vann stóran sigur í San Antonio 6. janúar 2007 14:35 Josh Howard og Dirk Nowitzki hjá Dallas höfðu góða ástæðu til að fagna í gær eftir enn einn sigurinn NordicPhotos/GettyImages Dallas vann í nótt 13. sigurinn í röð í NBA deildinni þegar liðið skellti erkifjendum sínum í San Antonio 90-85 á útivelli. Leikurinn, sem sýndur var beint á Sýn, var æsispennandi allt til loka og nú hefur Dallas unnið þrjá leiki í röð í San Antonio. Dirk Nowitzki átti stórleik fyrir Dallas og skoraði 36 stig, en Manu Ginobili skoraði 25 stig fyrir San Antonio. Þetta var þriðja tap San Antonio í röð. Gilbert Arenas hélt upp á 25 ára afmæli sitt með 35 stigum fyrir Washington í sigri á LA Clippers 116-105. Arenas skoraði megnið af stigum sínum í fyrri hálfleik og brunaði beint í afmælisveislu sína eftir leikinn. Hann gaf auk þess 12 stoðsendingar í leiknum. Orlando vann þriðja leikinn í röð með sigri á Charlotte 106-74. Matt Carroll skoraði 19 stig fyrir Charlotte en Dwight Howard skoraði 22 stig og hirti 12 fráköst fyrir Orlando - og skoraði m.a. sína fyrstu þriggja stiga körfu á ferlinum. Toronto færði Atlanta áttunda tapið í röð með 105-92 sigri á heimavelli. Chris Bosh skoraði 21 stig fyrir Toronto en Marvin Williams skoraði 24 stig fyrir Atlanta. New Jersey lagði Chicago 91-86. Vince Carter skoraði 21 stig fyrir New Jersey en Luol Deng skoraði 22 stig fyrir Chicago. Kevin Garnett tryggði Minnesota 104-102 sigur á Philadelphia með körfu á lokasekúndu framlengingar. Garnett skoraði 25 stig og hirti 14 fráköst, en Kyle Korver skoraði 25 stig fyrir Philadelphia. Houston vann auðveldan sigur á Utah og sinn fimmta í röð 100-86. Tracy McGrady skoraði 44 stig fyrir Houston og Dikembe Mutombo hirti 19 fráköst. Deron Williams skoraði 19 stig fyrir Utah. Cleveland lagði Milwaukee 95-86 þar sem Drew Gooden skoraði 31 stig og hirti 16 fráköst fyrir Cleveland en Michael Redd skoraði 26 stig fyrir Milwaukee. LA Lakers lagði Denver 123-104 á heimavelli þar sem Smush Parker skoraði 23 stig fyrir Lakers en Earl Boykins var með 24 stig fyrir Denver. Þetta var 899. sigur Phil Jackson þjálfara Lakers á ferlinum. Phoenix vann auðveldan sigur á Miami 108-80. Steve Nash skoraði 22 stig fyrir Phoenix en Alonzo Mourning skoraði 15 stig fyrir Miami. Loks vann New York auðveldan útisigur í Seattle 111-93 þar sem Stephon Marbury skoraði 28 stig fyrir New York en Chris Wilcox skoraði 13 stig fyrir Seattle. NBA Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Dallas vann í nótt 13. sigurinn í röð í NBA deildinni þegar liðið skellti erkifjendum sínum í San Antonio 90-85 á útivelli. Leikurinn, sem sýndur var beint á Sýn, var æsispennandi allt til loka og nú hefur Dallas unnið þrjá leiki í röð í San Antonio. Dirk Nowitzki átti stórleik fyrir Dallas og skoraði 36 stig, en Manu Ginobili skoraði 25 stig fyrir San Antonio. Þetta var þriðja tap San Antonio í röð. Gilbert Arenas hélt upp á 25 ára afmæli sitt með 35 stigum fyrir Washington í sigri á LA Clippers 116-105. Arenas skoraði megnið af stigum sínum í fyrri hálfleik og brunaði beint í afmælisveislu sína eftir leikinn. Hann gaf auk þess 12 stoðsendingar í leiknum. Orlando vann þriðja leikinn í röð með sigri á Charlotte 106-74. Matt Carroll skoraði 19 stig fyrir Charlotte en Dwight Howard skoraði 22 stig og hirti 12 fráköst fyrir Orlando - og skoraði m.a. sína fyrstu þriggja stiga körfu á ferlinum. Toronto færði Atlanta áttunda tapið í röð með 105-92 sigri á heimavelli. Chris Bosh skoraði 21 stig fyrir Toronto en Marvin Williams skoraði 24 stig fyrir Atlanta. New Jersey lagði Chicago 91-86. Vince Carter skoraði 21 stig fyrir New Jersey en Luol Deng skoraði 22 stig fyrir Chicago. Kevin Garnett tryggði Minnesota 104-102 sigur á Philadelphia með körfu á lokasekúndu framlengingar. Garnett skoraði 25 stig og hirti 14 fráköst, en Kyle Korver skoraði 25 stig fyrir Philadelphia. Houston vann auðveldan sigur á Utah og sinn fimmta í röð 100-86. Tracy McGrady skoraði 44 stig fyrir Houston og Dikembe Mutombo hirti 19 fráköst. Deron Williams skoraði 19 stig fyrir Utah. Cleveland lagði Milwaukee 95-86 þar sem Drew Gooden skoraði 31 stig og hirti 16 fráköst fyrir Cleveland en Michael Redd skoraði 26 stig fyrir Milwaukee. LA Lakers lagði Denver 123-104 á heimavelli þar sem Smush Parker skoraði 23 stig fyrir Lakers en Earl Boykins var með 24 stig fyrir Denver. Þetta var 899. sigur Phil Jackson þjálfara Lakers á ferlinum. Phoenix vann auðveldan sigur á Miami 108-80. Steve Nash skoraði 22 stig fyrir Phoenix en Alonzo Mourning skoraði 15 stig fyrir Miami. Loks vann New York auðveldan útisigur í Seattle 111-93 þar sem Stephon Marbury skoraði 28 stig fyrir New York en Chris Wilcox skoraði 13 stig fyrir Seattle.
NBA Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira