Erlent

Ákvörðun um aftökurnar liggur enn ekki fyrir

Awad al-Bander mótmælti dauðadómnum á sínum tíma.
Awad al-Bander mótmælti dauðadómnum á sínum tíma. MYND/AP

Enn hefur ekki verið ákveðið hvenær Barzan al-Tikriti, fyrrverandi yfirmaður írösku leyniþjónustunnar og hálfbróðir Saddams Hussein, og Awad al-Bander dómari verði hengdir en þeir voru dæmdir til dauða með Saddam.

Búist var við að dauðadómnum yrði fullnægt í dag en ráðgjafi Nuri al-Malikis forsætisráðherra neitaði því í samtali við Reuters-fréttastofuna í morgun. Ban Ki-moon, nýr framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, skoraði í gærkvöld á Íraksstjórn að hætta við atöku tvímenninganna. Fyrr í vikunni sagði hann ákvarðanir um dauðadóma eiga að vera í höndum aðildarríkjanna sjálfra og hlaut hann gagnrýni fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×