Innlent

Sómalir segjast hafa sigrað islamista

Eþíópiskir hermenn í Sómalíu
Eþíópiskir hermenn í Sómalíu MYND/AP

Foringi í her Sómalíu segir að þeir séu búnir að brjóta islamska uppreisnarmenn á bak aftur, með aðstoð frá eþíópiska hernum. Islamistarnir höfðu verið hraktir frá flestum héruðum landsins í en áttu enn nokkur vígi í suðurhlutanum, rétt við landamærin að Kenya.

Þar héldu þeir meðal annars borginni Kismayo, sem var síðasta stóra borgin á þeirra valdi. Frá henni voru þeir hraktir fyrir viku. Abulrasaq Afgebub, herforingi, sagði við fréttamenn í dag að verkefninu væri í raun lokið, búið væri að sigra islamistana.

Islamistum gekk vel fyrst eftir að þeir hófu uppreisn sína, og stóðu vel í sómalska hernum. Þegar Eþíópía sendi hinsvegar liðsauka yfir landamærin fór að síga á ógæfuhliðina. Islamistarnir voru hraktir frá hverri borginni af annarri. Einhverjir hópar þeirra eru sjálfsagt á kreiki, en skipuleg andspyrna virðist vera úr sögunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×