Lakers stöðvaði sigurgöngu Dallas 8. janúar 2007 04:56 Sasha Vujacic fór á kostum í fjórða leikhlutanum gegn Dallas Los Angeles Lakers naut aðstoðar óvæntrar hetju í nótt þegar liðið lagði Dallas Mavericks 101-98 á heimavelli sínum og stöðvaði þar með 13 leikja sigurgöngu Dallas. Það var Sasha Vujacic sem tryggði Lakers sigurinn með þriggja stiga körfu í lokin, en hann skoraði 16 stig í leiknum sem er persónulegt met. Dirk Nowitzki var atkvæðamestur hjá Dallas með 29 stig og 13 fráköst, en liðið missti niður góða forystu í fjórða leikhluta þegar Lakers-liðið gerði mikið áhlaup undir forystu Kobe Bryant. Bryant skoraði 28 stig í leiknum, flest á lokakaflanum, en mest munaði um framlag Vujacic sem hitti 6 af 7 skotum sínum - þar af 4 af 5 þristum. Phil Jackson, þjálfari Lakers, vann sinn 900. sigur á ferlinum og hefur enginn þjálfari í sögu NBA náð því að vinna 900 leiki í jafn fáum leikjum og Jackson. Leikurinn í nótt var sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni og var frábær skemmtun. Dwyane Wade sneri aftur í lið Miami Heat eftir meiðsli og 33 stig hans gerðu gæfumuninn í sigri liðsins á Portland á útivelli 93-90. Miami hafði tapað fimm leikjum í röð og fátt benti til annars en að sjötta tapið yrði að veruleika í nótt. Góður lokasprettur Miami og spilamennska Wade á lokasekúndunum tryggðu Miami þó sigurinn að þessu sinni. Nýliðinn Brandon Roy var atkvæðamestur hjá Portland með 18 stig, en hann klikkaði á þristi í lokin sem hefði jafnað leikinn. Phoenix valtaði yfir Golden State 128-105 og hefur nú unnið 22 af síðustu 24 leikjum sínum. Leandro Barbosa skoraði 26 stig fyrir Phoenix og Steve Nash skoraði 24 stig og gaf 10 stoðsendingar þó hann fengi að hvíla lokaleikhlutann. Nash skoraði meðal annars sína 1000. þriggja stiga körfu í leiknum. Monta Ellis skoraði 22 stig fyrir Golden State. Minnesota vann þriðja leikinn í röð í framlengingu þegar liðið skellti Houston á heimavelli 103-99. Kevin Garnett skoraði 26 stig og hirti 13 fráköst fyrir Minnesota en Tracy McGrady skoraði 31 stig fyrir Houston sem hefði unnið 5 leiki í röð. Toronto stöðvaði góða sigurrispu Washington með 116-111 sigri á heimavelli sínum. Chris Bosh var góður í liði Toronto með 26 stig og 14 fráköst, en Gilbert Arenas skoraði 33 stig fyrir Washington. San Antonio afstýrði fjórða tapinu í röð með því að skella Memphis á útivelli 110-96. San Antonio var án Tony Parker sem á við smávægileg meiðsli að stríða, en Manu Ginobili skoraði 34 stig sem er met hjá honum í vetur. Pau Gasol skoraði 24 stig fyrir Memphis. Orlando vann fjórða leikinn í röð þegar það skellti Boston 87-79 á heimavelli. Grant Hill skoraði 21 stig fyrir Orlando, rétt eins og Tony Allen hjá Boston. Í kvöld verður leikur New Orleans Hornets og LA Clippers sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni og hefst útsendingin klukkan 1 eftir miðnætti. NBA Mest lesið Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Í beinni: ÍA - Afturelding | Botnliðin eigast við Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf Sjá meira
Los Angeles Lakers naut aðstoðar óvæntrar hetju í nótt þegar liðið lagði Dallas Mavericks 101-98 á heimavelli sínum og stöðvaði þar með 13 leikja sigurgöngu Dallas. Það var Sasha Vujacic sem tryggði Lakers sigurinn með þriggja stiga körfu í lokin, en hann skoraði 16 stig í leiknum sem er persónulegt met. Dirk Nowitzki var atkvæðamestur hjá Dallas með 29 stig og 13 fráköst, en liðið missti niður góða forystu í fjórða leikhluta þegar Lakers-liðið gerði mikið áhlaup undir forystu Kobe Bryant. Bryant skoraði 28 stig í leiknum, flest á lokakaflanum, en mest munaði um framlag Vujacic sem hitti 6 af 7 skotum sínum - þar af 4 af 5 þristum. Phil Jackson, þjálfari Lakers, vann sinn 900. sigur á ferlinum og hefur enginn þjálfari í sögu NBA náð því að vinna 900 leiki í jafn fáum leikjum og Jackson. Leikurinn í nótt var sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni og var frábær skemmtun. Dwyane Wade sneri aftur í lið Miami Heat eftir meiðsli og 33 stig hans gerðu gæfumuninn í sigri liðsins á Portland á útivelli 93-90. Miami hafði tapað fimm leikjum í röð og fátt benti til annars en að sjötta tapið yrði að veruleika í nótt. Góður lokasprettur Miami og spilamennska Wade á lokasekúndunum tryggðu Miami þó sigurinn að þessu sinni. Nýliðinn Brandon Roy var atkvæðamestur hjá Portland með 18 stig, en hann klikkaði á þristi í lokin sem hefði jafnað leikinn. Phoenix valtaði yfir Golden State 128-105 og hefur nú unnið 22 af síðustu 24 leikjum sínum. Leandro Barbosa skoraði 26 stig fyrir Phoenix og Steve Nash skoraði 24 stig og gaf 10 stoðsendingar þó hann fengi að hvíla lokaleikhlutann. Nash skoraði meðal annars sína 1000. þriggja stiga körfu í leiknum. Monta Ellis skoraði 22 stig fyrir Golden State. Minnesota vann þriðja leikinn í röð í framlengingu þegar liðið skellti Houston á heimavelli 103-99. Kevin Garnett skoraði 26 stig og hirti 13 fráköst fyrir Minnesota en Tracy McGrady skoraði 31 stig fyrir Houston sem hefði unnið 5 leiki í röð. Toronto stöðvaði góða sigurrispu Washington með 116-111 sigri á heimavelli sínum. Chris Bosh var góður í liði Toronto með 26 stig og 14 fráköst, en Gilbert Arenas skoraði 33 stig fyrir Washington. San Antonio afstýrði fjórða tapinu í röð með því að skella Memphis á útivelli 110-96. San Antonio var án Tony Parker sem á við smávægileg meiðsli að stríða, en Manu Ginobili skoraði 34 stig sem er met hjá honum í vetur. Pau Gasol skoraði 24 stig fyrir Memphis. Orlando vann fjórða leikinn í röð þegar það skellti Boston 87-79 á heimavelli. Grant Hill skoraði 21 stig fyrir Orlando, rétt eins og Tony Allen hjá Boston. Í kvöld verður leikur New Orleans Hornets og LA Clippers sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni og hefst útsendingin klukkan 1 eftir miðnætti.
NBA Mest lesið Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Í beinni: ÍA - Afturelding | Botnliðin eigast við Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf Sjá meira