Innlent

Brutust inn í Verkmenntaskólann á Akureyri

Frá Akureyri.
Frá Akureyri.

Lögreglan á Akureyri hafði morgun afskipti af pilti og stúlku sem brotist höfðu inn í Verkmenntaskólann í bænum. Lögregla fékk tilkynningu snemma í morgun um að þjófavarnarkerfi hefði farið í gang í Verkmenntaskólanum og þegar hún kom á vettvang kom í ljós að þar hafði verið brotist inn með þvi að brjóta rúðu en þjófarnir haft sig á brott þegar þjófavarnarkerfið fór í gang.

Fram kemur á vef lögreglunnar að þjófarnir hafi skilið eftir sig ummerki á vettvangi og hóf lögreglan þegar að leita þeirra sem þau gætu átt við. Skömmu seinna stöðvaði lögreglan svo bifreið sem í voru piltur og stúlka sem ummerkin pössuðu við. Játuðu þau að hafa brotist inn en ekkert haft upp úr krafsinu þar sem þau hefðu forðað sér hið bráðasta þegar þjófavarnarkerfið fór í gang.

Lögreglan á Akureyri segir ítrekað hafa verið brostist inn skóla og stofnanir síðustu ár þar sem mikið sé af verðmætum tölvum og skjávörpum. Þjófavarnarkerfi geti verið fljót að borga sig í því sambandi eins og sannast hafi í þessu tilviki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×