Erlent

Dæmdur í 15 ára fangelsi fyrir aðild að árásunum á New York

MYND/AP

Þýskir dómstólar hafa dæmt vin flugræningjanna, sem tóku þátt í árásunum á New York þann 11. september árið 2001, í 15 ára fangelsi fyrir aðild að fjöldamorði.

Maðurinn, sem heitir Mounir El Motassadeq var meðlimur í hópi öfgasinnaðra arabískra stúdenta í Hamborg en tók hópurinn meðal annars þátt í skipulagningu árásarinnar. Motassadeq er aðeins annar maðurinn sem hefur verið dæmdur fyrir ódæðið en nær 3.000 manns létu lífið í árásunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×