Erlent

Gullæði í Brasilíu

MYND/Vísir

Þúsundir fátækra Brasilíumanna streyma nú, vopnaðir skóflum og vélsögum, á nýfundið gullsvæði djúpt í Amazon frumskóginum og óttast yfirvöld umhverfisslys. Einnig eru áhyggjur af því að heilsu fólks verði stefnt í hættu þar sem aðbúnaður á svæðinu er nær enginn. Fyrir aðeins nokkrum vikum fundust gullæðar á yfirborðinu á svæðinu og þegar fréttir fóru að berast af gullfundinum streymdu vongóðir á staðinn.

Stjórnvöld í Brasilíu ætla sér að senda skoðunarmenn á svæðið til þess að skera úr um hvort að loka eigi svæðinu vegna áðurnefndra ástæðna. Fátækir farandverkamenn í Brasilíu vinna sér að jafnaði inn rúmlega 50 þúsund íslenskar krónur á mánuði en fregnir herma að þeir heppnu hafi náð sér í gull fyrir allt að 650 þúsund krónur á mánuði.

Vinnuaðstæður eru þó það slæmar að óttast er að malaría eigi eftir að breiðast út ef ástandið eigi eftir að endast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×