Erlent

SÞ ætla að auka þátt friðargæslu

Ban Ki-moon, hinn nýji aðalritari Sameinuðu þjóðanna.
Ban Ki-moon, hinn nýji aðalritari Sameinuðu þjóðanna. MYND/AP

Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) verða að styrkja sig til þess að geta tekist á við þær fjölmörgu ógnir sem steðja að friði á komandi ári en þetta sagði Ban Ki-moon á fundi öryggisráðsins í dag.

Í yfirlýsingu sem var gefin út eftir ræðuna hjá Ban var tekið fram að SÞ yrðu að stækka þann hluta sem snéri að friðargæslu og vísaði í dæmi eins og Darfur hérað Súdans, Mið-Austurlönd, Kongó og Serbíu. Ban sagði líka að hryðjuverk, AIDS og lögleysa um víða veröld væri eitthvað sem SÞ þyrfti að leysa. Því væri nauðsynlegt fyrir samtökin að vaxa og aðlagast til þess að geta tekist á við þessi nýju verkefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×