Erlent

Þjóðvæðing fyrirtækja hafin í Venesúela

Chavez sést hér vinstra megin á myndinni að fagna endurkjöri sínu sem forseti á síðasta ári.
Chavez sést hér vinstra megin á myndinni að fagna endurkjöri sínu sem forseti á síðasta ári. MYND/AP

Forseti Venesúela, Hugo Chavez, biðlaði í kvöld til þingsins í landinu og bað það um að veita honum sérstök völd til þess að geta þjóðvætt ýmis fyrirtæki. Meðal þeirra sem þjóðvæða á er fjölmiðlafyrirtækið CANTV sem og einhverjir hlutar olíuverkefna á Orinoco svæðinu.

Chavez er vinstri sinnaður og er mjög svo á móti Bandaríkjunum og öllu sem þaðan kemur. Undanfarið hefur orðið vart við vinstri bylgju í stjórnmálum í Suður-Ameríku og því segja fréttaskýrendur að sama atburðarás gæti átt sér stað í öðrum ríkjum Suður-Ameríku þar sem vinstrisinnaðir aðdáendur Chavez eru við völd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×