Erlent

Orðið „fáviti“ fjarlægt úr stjórnarskrá

Í New Jersey gæti orðið „fáviti" bráðlega verið fjarlægt úr stjórnarskrá ríkisins til þess að fólk sem er andlega fatlað geti nýtt sér atkvæðisrétt sinn og kosið. Lögin sem banna að „fávitar" kjósi voru sett fyrir meira en 150 árum síðan til þess að koma í veg fyrir að þeir sem væru andlega fatlaðir gætu kosið.

Í stað orðsins verður notast við þá skilgreiningu að dómstólar verði að úrskurða viðkomandi andlega vanhæfan og ekki færan um að kjósa. Sagði ríkisstjóri New Jersey að hugtakið „fáviti" væri úr sér gengið, móðgandi og ekki nógu skýrt. Ætlaði hann þessu breytingum einnig að bæta álit manna á geðsjúkdómum í heild sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×