Erlent

Nektarpartý í bandarískum háskólum

Spurning hvort að þessi séu í Yale.
Spurning hvort að þessi séu í Yale. MYND/AP

Bandarískir nemendur í bestu háskólum landsins hafa tekið sig til, gert uppreisn gegn kreddum og hefðum í skólunum og ákveðið að kasta af sér byrðum þjóðfélagsins, sem og fötum sínum, og halda nektarpartý.

Nemendur í Yale háskólanum í Bandaríkjunum eru farnir að halda allt að 6-8 slíkar veislur á hverju skólaári. Aðeins útvaldir fá að mæta og hermt er að önnur dóttir George W. Bush Bandaríkjaforseta, Barbara, hafi mætt í eitt slíkt teiti árið 2002.

Alkóhól er haft við hönd og allir eru naktir en þrátt fyrir það segja þátttakendur að fólk verði svo meðvitað um útlit sitt að það einbeiti sér meira að samræðum og því verði samtöl oft mun gáfulegri en þegar fólk er fullklætt. Snertingar eru ekki liðnar nema með fengnu samþykki beggja aðila.

Skólayfirvöld koma ekki í veg fyrir þessi nektarpartý en þau hvetja ekki til þeirra heldur. Árið 2002 kom upp eitt mál þar sem karlmaður var kærður fyrir kynferðislega áreitni eftir nektarpartý.

Skoska dagblaðið The Scotsman skýrir frá þessu á vefsíðu sinni í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×