Erlent

Ekki fjölgað í breska herliðinu í Írak

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands.
Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands. MYND/AFP

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, ætlar sér ekki að auka við fjölda breskra hermanna í Írak en búist er við því að George W. Bush, Bandaríkjaforseti, muni tilkynna mikla fjölgun í bandaríska herliðinu í Írak í nótt. Talið er að Bush ætli að auka um allt að 20 þúsund hermenn.

Blair ætlar sér að halda sig við sína upprunalegu áætlun, sem er að láta íraskar hersveitir taka við völdum í þeim héruðum sem Bretar sjá um, en það hefur tekist með miklum ágætum hingað til. Bretar eru aðeins með um 7.000 hermenn í Írak en Bandaríkjamenn um 140.000.

Blair hefur undanfarið fjarlægst utanríkisstefnu Bandaríkjanna og virðist vilja sýna fram á að Bretar taki sínar eigin ákvarðanir. Gordon Brown, sem gæti orðið næsti forsætisráðherra Breta, hefur sagt opinberlega að utanríkisstefna hans muni einkennast af breskum hagsmunum, ef hann nær kjöri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×