Erlent

Amerísk flugvélög vilja ekki erlenda fjárfesta

Bandaríkjamenn segja að Evrópusambandið verði að segja þeim hvað komi næst, eftir að þeir höfnuðu þeim hluta loftferðasamnings sem lýtur að rýmkuðum heimildum til að fjárfesta í bandarískum flugfélögum. Fjárfestingarnar voru hluti af samningi sem gerður var, með fyrirvara, árið 2005, um aukið frelsi í flugi yfir Atlantshafið.

Talsmaður bandaríkjastjórnar sagði að þótt þeir væru tilbúnir til þess að auka frelsi í flugi, hefði verið svo mikil andstaða við auknar fjárfestingaheimildir útlendinga, bæði hjá stjórnmálaflokkunum tveim, og flugfélögunum, að ekkert gæti orðið úr þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×