Loftárásum haldið áfram 9. janúar 2007 19:00 Loftárásum Bandaríkjamanna á Sómalíu var haldið áfram í dag og fullyrða vitni að fjölmargir óbreyttir borgarar hafi fallið í þeim, þar á meðal fjögurra ára drengur. Skotmörkin eru al-Kaída-liðar, sem sumir eru sagðir bera ábyrgð á sprengjuárásum á sendiráð Bandaríkjamanna fyrir átta árum. Talið er að leiðtogi hryðjuverkasamtakanna í Austur-Afríku hafi verið í þeirra hópi en óvíst að hann hafi fallið. Tilgangurinn með árásum Bandaríkjamanna er tvíþættur. Þeir vilja styðja við bakið á bráðabirgðastjórn landsins sem hefur mátt berjast við íslamska uppreinsarmenn þar í marga mánuði. Á sama tíma vilja þeir hafa hendur í hári eða fella al-Kaída liða sem þá grunar um aðild að hryðjuverkaárásum á bandarísk sendiráð í Kenýa og Tansaníu 1998. Árásirnar kostuðu 250 manns lífið. Hryðjuverkamennirnir eru sagðir í hópi uppreisnarmanna sem Bandaríkjamenn fullyrða að tengist samtökunum sterkum böndum. Á meðal þeirra munu vera Abu Talha al-Sudani, sem sagður er leiðtogi al-Kaída í Austur-Afríku, og Fazul Abdullah Mohammed, sem er eftirlýstur af bandarísku Alríkislögreglunni og sagður hafa skipulagt hryðjuverkin fyrir átta árum. Því var þungvopnuð, fjögurra hreyfla herflugvél send til árása seint í gærkvöldi frá herstöð Bandaríkjamanna í nágrannaríkinu Djibútí. Þegar vopnum slíkrar vélar er beitt eira þau engu á stóru svæði. Fyrst var skotið á þorpið Hayo. Heimildir BBC herma að þar hafi fjórir óbreyttir borgarar hið minnsta fallið, þar á meðal fjögurra ára drengur. Síðan var skotið á svæði í Badmado. Árásirnar héldu svo áfram í dag og skotmarkið þá nærri bænum Afmadow í Suður-Sómalíu. Vitni segja vel á þriðja tug óbreyttra borgara hafa týnt lífi. Abdullah Yusuf, forseti Sómalíu, segir Bandaríkjamenn hafa verið í rétt hafi þeir ráðist gegn al-Kaída liðum. Það var ekki fyrr en síðdegis sem bandaríska varnarmálaráðuneytið staðfesti að árásir hefðu verið gerðar í gær. Þeim hafi verið beint gegn al-Kaída liðum og byggt á trúverðugum upplýsingum bandarísku leyniþjónustunnar. Alls óvíst er að árásir síðasta sólahrings hafi nokkur áhrif á baráttuþrek uppreisnarmanna, enda hafa þeir hótað skæruhernaði gegn ríkisstjórn og her Sómalíu. Því til stuðnings bárust fréttir af því síðdegis að óþekktir vígamenn hefðu gert flugskeytaárás á bækistöð eþíópískra og sómalskra hermanna í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu. Ekki er vitað um mannfall. Sprengingar og skothríð hafa einnig heyrst frá öðrum stöðum í borginni. Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Loftárásum Bandaríkjamanna á Sómalíu var haldið áfram í dag og fullyrða vitni að fjölmargir óbreyttir borgarar hafi fallið í þeim, þar á meðal fjögurra ára drengur. Skotmörkin eru al-Kaída-liðar, sem sumir eru sagðir bera ábyrgð á sprengjuárásum á sendiráð Bandaríkjamanna fyrir átta árum. Talið er að leiðtogi hryðjuverkasamtakanna í Austur-Afríku hafi verið í þeirra hópi en óvíst að hann hafi fallið. Tilgangurinn með árásum Bandaríkjamanna er tvíþættur. Þeir vilja styðja við bakið á bráðabirgðastjórn landsins sem hefur mátt berjast við íslamska uppreinsarmenn þar í marga mánuði. Á sama tíma vilja þeir hafa hendur í hári eða fella al-Kaída liða sem þá grunar um aðild að hryðjuverkaárásum á bandarísk sendiráð í Kenýa og Tansaníu 1998. Árásirnar kostuðu 250 manns lífið. Hryðjuverkamennirnir eru sagðir í hópi uppreisnarmanna sem Bandaríkjamenn fullyrða að tengist samtökunum sterkum böndum. Á meðal þeirra munu vera Abu Talha al-Sudani, sem sagður er leiðtogi al-Kaída í Austur-Afríku, og Fazul Abdullah Mohammed, sem er eftirlýstur af bandarísku Alríkislögreglunni og sagður hafa skipulagt hryðjuverkin fyrir átta árum. Því var þungvopnuð, fjögurra hreyfla herflugvél send til árása seint í gærkvöldi frá herstöð Bandaríkjamanna í nágrannaríkinu Djibútí. Þegar vopnum slíkrar vélar er beitt eira þau engu á stóru svæði. Fyrst var skotið á þorpið Hayo. Heimildir BBC herma að þar hafi fjórir óbreyttir borgarar hið minnsta fallið, þar á meðal fjögurra ára drengur. Síðan var skotið á svæði í Badmado. Árásirnar héldu svo áfram í dag og skotmarkið þá nærri bænum Afmadow í Suður-Sómalíu. Vitni segja vel á þriðja tug óbreyttra borgara hafa týnt lífi. Abdullah Yusuf, forseti Sómalíu, segir Bandaríkjamenn hafa verið í rétt hafi þeir ráðist gegn al-Kaída liðum. Það var ekki fyrr en síðdegis sem bandaríska varnarmálaráðuneytið staðfesti að árásir hefðu verið gerðar í gær. Þeim hafi verið beint gegn al-Kaída liðum og byggt á trúverðugum upplýsingum bandarísku leyniþjónustunnar. Alls óvíst er að árásir síðasta sólahrings hafi nokkur áhrif á baráttuþrek uppreisnarmanna, enda hafa þeir hótað skæruhernaði gegn ríkisstjórn og her Sómalíu. Því til stuðnings bárust fréttir af því síðdegis að óþekktir vígamenn hefðu gert flugskeytaárás á bækistöð eþíópískra og sómalskra hermanna í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu. Ekki er vitað um mannfall. Sprengingar og skothríð hafa einnig heyrst frá öðrum stöðum í borginni.
Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira