Erlent

Visa og Nokia í samstarf

Bráðum á fólk eftir að renna símanum við raufina í staðinn fyrir að renna kortinu í gegnum hana.
Bráðum á fólk eftir að renna símanum við raufina í staðinn fyrir að renna kortinu í gegnum hana. MYND/Vilhelm

Visa, eitt stærsta kreditkortafyrirtæki í heimi, hefur hleypt af stokkunum nýju greiðslukerfi sem mun umbreyta þartilgerðum Nokia farsímum í nokkurs konar greiðslukort. Notendur munu geta greitt fyrir matvörur í verslunum með því að renna símanum yfir skanna í afgreiðsluborðinu og því næst ýta á hnapp til þess að staðfesta greiðsluna.

Kerfið hefur verið fjölmörg ár í þróun og mun að lokum verða hægt að millifæra á aðra reikninga og notfæra sér afsláttarmiða sem koma beint í símann. IBM hefur einnig tekið þátt í þróun kerfisins. Í framhaldi verður hægt að senda auglýsingar og afsláttarmiða beint í símann og á það að auka notkun á honum sem greiðslutæki í framtíðinni.

Tilkynningin kemur á sama tíma og Apple sagði frá því að þeir væru að setja á markað iPhone, síma sem inniheldur tónlistarspilara, vídeóspilara, tölvupóst, myndavél og vefvafra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×