Erlent

Engin áform um þjóðvæðingu

Daniel Ortega á gamalli  mynd.
Daniel Ortega á gamalli mynd. MYND/AP

Helsti aðstoðarmaður Daniels Ortega, verðandi forseta Níkaragúa, sagði í dag að engar áætlanir væru uppi um að þjóðvæða fyrirtæki líkt og Hugo Chavez, forseti Venesúela og náinn samstarfsmaður Ortega, ætlar sér að gera. Ortega kemur þó til með að njóta efnahagsaðstoðar frá Venesúela til þess að berjast gegn hinni gríðarlegu fátækt í landinu.

Búist er við því að hann eigi eftir að bætast í hóp vinstrisinnaðra þjóðarleiðtoga í Suður-Ameríku sem Chavez leiðir. Varaforseti Ortega tók líka undir orð aðstoðarmanns hans og sagði að í landinu væri mikil virðing borin fyrir einkaeignarrétti og markaðshagkerfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×