Erlent

Bretar styðja framboð Japans til öryggisráðs

Shinzo Abe (t.v.) og Tony Blair (t.h.) ásamt eiginkonum sínum fyrir utan Downing street 10 í dag.
Shinzo Abe (t.v.) og Tony Blair (t.h.) ásamt eiginkonum sínum fyrir utan Downing street 10 í dag. MYND/AP

Bretar og Japanir samþykktu í dag að vinna saman að því að draga úr spennu í Asíu vegna kjarnorkuógnar Norður-Kóreu og Íran. Tony Blair og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, áttu fund í dag og sagði Blair að hann myndi styðja framboð Japans til varanlegrar setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna en Japan telur það vera nauðsynlegt skref til þess að vernda hagsmuni sína gegn Norður-Kóreu.

Abe er nú á fimm daga ferðalagi um Evrópu til þess að leita stuðnings við harðlínustefnu bandarískra og japanskra stjórnvalda gegn Norður-Kóreu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×