Erlent

Vopnhlé komið á í Súdan

Omar Hassan al-Bashir sést hér halda ræðu í gær.
Omar Hassan al-Bashir sést hér halda ræðu í gær. MYND/AP

Ríkisstjórn Súdans og uppreisnarmenn í Darfur héraði landsins hafa samþykkt 60 daga vopnahlé og fundi til þess að ræða hugsanlegt friðarsamkomulag. Á bak við þetta standa Afríkusambandið og Sameinuðu þjóðirnar.

Súdan hefur líka samþykkt að leyfa erlendum fréttamönnum að ferðast til Darfur eftir að hafa framfylgt ströngu banni þar að lútandi undanfarna tvo mánuði. Forseti landsins, Omar Hassan al-Bashir, hefur einnig ákveðið að leyfa erlendum hjálparstarfsmönnum að koma til landsins.

Þrátt fyrir að hafa samþykkt þessi verkefni hefur forseti Súdan ekki enn leyft alþjóðlegum herafla Sameinuðu þjóðanna að taka við verkefnum friðargæsluliða Afríkusambandsins en heimild fyrir því er þegar til staðar hjá Sameinuðu þjóðunum. Samningamenn eru þó bjartsýnir og segja al-Bashir vera orðinn sveigjanlegri en áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×